Undarleg skoðanakönnun

Það er í hæðsta máta undarlegt að gera skoðanakönnun um eitthvað sem ekki er raunhæft. Það er spurning hvort Viðskiptablaðið er í vandræðum með peninga sína og sjái sér nauðugt að sóa þeim í slíka skoðanakönnun.

Fyrir það fyrsta þá er útrunninn sá tímarammi sem heimilar mótframboð gegn Jóhönnu, Samfylkingin er nefnilega með svo skemmtilegar reglur í því sviði, minnir nokkuð á USSR.

Þá hefur enginn af þeim öðrum sem nefndir eru í könnuninni svo mikið sem gefið í skyn að þeir hefðu áhuga á að taka við formennskunni af Jóhönnu.

Þetta er því eins fáráðnleg skoðanakönnun og frekast getur hugsast.

En þrátt fyrir þetta, þrátt fyrir að enginn hafi möguleika lengur til að bjóða sig fram gegn Jóhönnu á næsta flokksþingi þeirra og þrátt fyrir að enginn hafi sýnt minnsta áhuga á að leysa hana af í stól formanns, þrátt fyrir það hefur hún einungis stuðning þriðjung Samfylkingarfólks. Það hlýtur að vera ógnvekjandi fyrir Jóhönnu.

Hvaða stuðning ætli hún hefði ef enn væri möguleiki á að fella hana af stalli? Hvaða stuðning hefðu hún ef fram hefði komið mótframboð gegn henni?

 


mbl.is Þriðjungur styður Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það hefði verið gaman að sjá einhvern bjóða sig fram sem nær til hinna 60% sem ekki styður Jóhönnu.  Það er alveg spurning hvort t.d. þeir sem styðja Dag, Össur og Árna myndu kjósa Guðbjart frekar en Jóhönnu.

Þó ég haldi nú að það myndi ekki breyta miklu samt. Sami flokkur, sama hugmyndafræði, annar skipstjóri.

Andri (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 08:57

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það má rétt vera Andri, að humyndafræði flokksins breytist lítið við nýjan skipstjóra, enda hugmyndafræðin ákaflega fátæk og reyndar einungis um eitt mál.

Hitt er þó ljóst að við síðustu skipstjórskipti í Samfylkingunni var haldið á önnur mið en áður, mið afturhaldsins. Afturhaldið hefur gripið hrammi sínum um kverkar Samfylkingar og ber að þakka Jóhönnu fyrir það.

Gunnar Heiðarsson, 20.10.2011 kl. 09:43

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hreinn og klár kommúnisti og ekkert annað!

Sigurður Haraldsson, 20.10.2011 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband