Er þetta fólk á lyfjum ?
19.10.2011 | 17:48
Hljóðfæraleikarar Sinfoníuhljómsveitarinnar fara fram á 36% launahækkun, þegar láglaunastéttir landsins verða að sætta sig við um 10% á þrem árum og elli og örorkuþegar fá jafnvel enn minna!
Ekki er ég á móti því að fólk leiti sér hærri launa, en þessir hljóðfæraleikarar verða að átta sig á því að það ríkir kreppa í landinu, það verður að átta sig á því að útilokað er með öllu að það fái hærri launahækkun en þeir sem verst eru settir í þjóðfélaginu.
Þá er varla til of mikils mælst að þetta blessaða fólk sýni smá þakklæti til þjóðarinnar fyrir það flotta hús sem það hefur fengið fyrir sig, það eru ekki margir sem geta státað af því að fá húsnæði fyrir nokkra tugi milljarða, nú í miðri kreppunni.
Ég trúi ekki að þessi frétt sé rétt, það einfaldlega getur ekki verið að þetta fólk sé svo gjörsamlega utan við raunveruleikann. Það bara getur ekki verið!!
Ef hins vegar fréttin er rétt, á samstundis að hætta viðræðum við þetta fólk og leifa því einfaldlega að sitja heima! Þjóðin getur auðveldlega lifað af þó Sinfóníhljómsveitin spili ekki. Vissulega mun listalífið verða eitthvað fátækara, en það mun þó enginn svelta vegna þess!!
Áfram fundað með hljóðfæraleikurum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við vitum öll vel að allar stéttir setja kröfurnar mun hærra en þær reikna með að fá og auðvitað fá þessir hljófæraleikarar ekkert meira en aðrir að lokum, en þeir hafa það sammerkt með hinum að rembast eins og rjúpan við staurinn, árangurslaust.
Að þeir, sem eru undirmannaðir, og mér heyrist að vanti í það minnsta 3 stöðugildi í viðbót, eigi að vera eitthvað þakklátari fyrir vinnuaðstöðuna en aðrir, þó glæsileg sé. Ekki eiga þeir Hörpu og hafa ekkert annað með hana að gera, en skemmta þeim sem sækja tónleika þar og ganga síðan misþreyttir heim, eftir vel unna vinnu.
Víst yrði listalífið fátækara ef hljómsveitin legðist af. Ekki bara vegna þagnarinnar, heldur vegna stórs skarðs í menningarbrag samfélagsins. Hvað fátæktina varðar, hafa meðlimir sveitarinnar þá allavega hljóðfærin sín til að selja, í samfélagi sem krefst og hafnar í senn.
Bergljót Gunnarsdóttir, 19.10.2011 kl. 20:44
ER TÓNLEIKAFÓLK EINU LISTAMENN ÞESSA LANDS ? HVAÐ MEÐ ÞÁ SEM LÆRA OG KAUPA EFNI TIL AÐ MÁLA MYNDIR ? ERU ÞEIR EKKI LISTAMENN ? ÞVÍ FÁ ÞEIR EKKI HÚS TIL SYNINGARHALDS- ÁN ELITUSJÓNARMIÐA OG ANNARA !!!
Erla Magna Alexandersdóttir, 19.10.2011 kl. 21:14
Myndlistarmenn eru nú þeir einu sem hafa haft eitthvað af viti, þó ekki sýni auraráðin það endilega. En eins og flestir vita, sem vilja, eru listamenn almennt undirborgaðir og vanmetnir upp til hópa.
Ég er orðin alveg rolasalega leið á þessu eilífa elítukjaftæði fólks, sem það virðist apa hvert upp eftir öðru. Ef það hefur þá drift að sækja menningarviðburði verður það ákaflega lítið vart við einhverja elítu.
Svo má bæta því við að launamál tónlistarmanna koma sýningaraðstöðu myndlistarmanna bara ekki nokkurn skapaðan hlut við.
Ég skil ekki þessi önugheit út í allt sem er til framdráttar í listalífinu.
Bergljót Gunnarsdóttir, 19.10.2011 kl. 22:02
Ég er ekki með önugheit gagnvart listalífinu eða sinfoníuhljómsveitinni Bergljót. Ég er einungis að benda á að þegar einhver hópur fer fram á meira en þrisvar sinnum hærri launahækkun en aðrir fá, í þeirri kreppu sem við búum við, verður að skoða hvað þessi hópur skilar í kassann.
Það er ekki með nokkrum hætti hægt að réttlæta að sá hópur fái meira en þeir sem vinna við að skapa peningaleg verðmæti fyrir þjóðina.
Varðandi Hörpuna, þá er það hús meira en sýningaraðstaða fyrir Sinfó, þetta er einnig æfingaaðstaða. Undanfarin ár hafa meðlimir hljómsveitarinnar einkum kvartað yfir lélegri æfingaaðstöðu, nú hefur það verið leyst.
Kjör markast ekki einungis af launum, vinnuumhverfi spilar þar stórann þátt.
Gunnar Heiðarsson, 20.10.2011 kl. 07:13
Sæll Gunnar.
Ég benti á að flestir setja miklu hærri kröfur en þeir láta sig dreyma um að fá, og er ASÍ engin undantekning þar, eins og Sinfonían, og hefur verið gegnum tíðina.
Ég fagna því innilega að æfingaaðstaða hljómsveitarinnar hefur verið bætt til muna. Vinnuumhverfi á að sjálfsögðu stóran þátt í árangri vinnuhópa, en það lifir enginn af því að horfa á það.
Hvað verðmætasköpun varðar, kemur svo berlega í ljós hversu fólk er illa að sér um störf hljómsveitarinnar og verðmætasköpun. Hún er orðin mjög vel þekkt um allan hinn Vestræna heim, hefur gefið út plötur og fengið frábæra dóma fyrir störf sín. Þetta tengist allt við Listahátíð og því að heimsfrægir listamenn eru nánast æstir í að koma fram þar.
Þetta skapar okkur svo miklu meiri verðmæti og velvilja en fólk grunar, þessvegna er fólk sem er sívælandi um hversu óþarft fyrirbrigði þetta sé, óþolandi. Mér þætti gaman að sjá andlitið á fólki ef lokað væri á íslenska listamenn vegna krafna um laun og vinnuaðstöðu. Þá fyrst gæti fólk séð hversu stór og mikilvægur þáttur í hinu daglega lífi listin er.
Í rauninni er þetta ekki endilega meint til þín, en ég vil þó gjarnan koma því á framfæri.
Bergljót Gunnarsdóttir, 20.10.2011 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.