Rúmlega ein og hálf verkamannalaun

Jón Ásgeir er ásakaður um að hafa ekki greitt skatt af fjögurra miljóna greiðslu sem hann þáði af Baug. Þetta er eins og ef verkamaður þyrfti ekki að greiða skatt í eitt og hálft ár. Sjálfsagt myndi margur verkamaðurinn þyggja slíka uppbót á kjör sín.

Þó þetta sé stór upphæð í samanburði við laun verkafólks, er þetta einungis brot af þeim gífurlegu fjármunum sem hurfu við fall bankanna, fjármunum sem Jón Ásgeir, í gegnum fyrirtæki sín, náði að soga úr bankakerfinu áður en það féll.

Fyrirtæki Jóns Ásgeirs, sem fylltu íþróttasal í sögulegri frétt á Stöð 2 á sínum tíma, voru lang skuldsettust allra fyrirtækja við bankahrunið. Ólíkt öðrum útrásarguttum, sem skulduðu mikið í eigin bönkum, þá dugði Jóni ekki einn banki, hann var skuldugur upp fyrir haus í öllum bönkum!

Ef þetta örsmáa dæmi, sem er svo lítið að Jóhannes nennir ekki að tala um það, dugir til að koma Jóni Ásgeir bak við lás og slá, er ég ánægður. Vissulega væri betra að dæma hann fyrir stærri sakir.

Hvað varð um allan þann auð sem Jón Ásgeir komst yfir er stór spurning. Það er með öllu óhugsandi að honum hafi tekist að sóa honum öllum. Þetta fé liggur einhversstaðar. Það er líka undarlegt að samkvæmt því sem fram kom vegna málaferlana í NY, þá átti Jón Ásgeir einungis um 100 miljónir króna, samkvæmt eigin sögn fyrir einni diet kók. Samt hefur honum tekist að halda uppu stóði lögfræðinga. Heyst hefur að kostnaður hans vegna NY málsins hafi verið langt umfram 100 miljónir! Hvar fékk hann mismuninn, hvaðan kemur allt það fé sem hann greiðir lögfræðingum sínum í dag? Varla eru laun hans sem "ráðgjafi" hjá 365 miðlum svona há!

Jóhannes hefur lýst sjálfum sér sem vin fátæka mannsins. Ummæli hans í héraðsdómi eru þó ekki beinlýnis á þann veg, þegar hann segir bíl sem kostar á annan tug miljóna króna, vera brotajárn!

Siðferði Jóhannesar hefur aldrei verið upp á marga fiska, allt sem hann hefur gert um ævina hefur miðað að því einu að þyngja eigin buddu, á kostnað annara. Sonurinn kippir vel í kynið!!

 

 


mbl.is Fyrsta svar Jóns Ásgeirs rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband