Viðurkenning

Mennt er máttur, um það deilir enginn, en bókvitið verður þó ekki í askana látið. Það lifur enginn á mentun einni saman.

Þó vissulega þurfi að huga að því að halda uppi góðu menntakerfi í landinu, má ekki gleyma því að menntunin er fyrir fólkið í landinu. Það er lítil þörf á veglegu menntakerfi ef ekkert fólk er til að nýta sér það.

Því hlýtur forgangsröðunin að vera sú að grunnþjónustan gangi fyrir og annað komi á eftir, þegar illa árar. Það er þó ekki svo hér á Íslandi.

Meðan sjúkrahús og heilsugæslustöðvar verða að draga saman seglin, enn eitt árið og komin á það plan að verða að loka fyrir ýmsa þjónustu sína,  meðan elli og örorkuþegar verða eitt árið enn að horfa upp á skerðingu sinna bóta á sama tíma og félagsleg hjálp til þeirra skerðist og verð lyfja hækkar umfram verðbólgu,  meðan atvinnuleysi er með því versta sem við höfum kynnst,  meðan fjölskyldur eru að fara á götuna vegna ráns fjármálastofnana,  meðan fyrirtæki leggja upp laupana hvert af öðru og meðan skattar eru hækkaðir enn eitt árið og seilst er í tóma vasa alþýðunnar, telur Jóhanna Sigurðardóttir að mest um vert sé að láta 1,5 milljarð til Háskóla Íslands.

Vissulega er full þörf fyrir skólann að fá þetta fé, en sú þörf er einnig hjá sjúkrahúsunum, elli og örykjuþegum, atvinnulausum, þeim sem hafa verið rændir húsum sínum af fjármálafyrirtækjum, fjölskyldunum sem komnar eru á götuna og fyrirtækjunum sem eru að sigla í strand. Þá er örugglega samaþörf fyrrir aðra háskóla landsins fyrir slíkri gjöf.

Ríkissjóður er rekinn fyrir erlent lánsfé og því ljóst að einungis þrjár leiðir til að afhenda þetta fé, aukin lántaka erlendis, aukin skattheimta eða með því að taka þetta fé frá einhverju öðru í ríkisrekstrinum.

Með þessu loforði sínu, sem reyndar er lögleysa þar sem ráðherra hefur ekki heimild til að lofa fé úr ríkissjóði nema um það sé heimild innan fjárlaga, sýnir hún enn á ný hvar hugur hennar liggur. Hugur Jóhönnu er ekki meðal alþýðunnar og hennar hjarta slær ekki þar. Hún hefur með þessu loforði enn á ný sýnt og sannað að annað liggur að baki hennar hugsun en velferð alþýðunnar.

Gæluverkefni Jóhönnu eru mörg og dýr. ESB umsóknin hefur kostað mikið fé, reyndar er vandlega haldið frá fólki hver sá kostnaður er. Stjórnarskrárbreyting, til að liðka til fyrir þeirri umsókn, hefur kostað á annan miljarð króna og ekki enn séð fyrir endann á því. Icesave málið, sem einnig er hluti aðildarumsóknar, hefði getað kostað þjóðina meiri fjármuni en nokkur leið hefði verið að standa við, bara núna værum við búin að greiða um 40 milljarða, ef þjóðin hefði ekki stoppað þetta feigðarflan. Svona væri lengi hægt að telja.

Nú hefur Jóhanna fundið sér enn eitt gæluverkefni, Háskóla Íslands.

Líta má þetta loforð Jóhönnu sem viðurkenningu. Viðurkenningu fyrir vel unnin störf, þó ekki á menntasviðinu, þó ég vilji alls ekki draga úr vægi Háskólans. Nei þetta er viðurkenning fyrir vel unni störf í þágu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, einkum þó hellsta máli þeirra ríkisstjórnar, ESB aðildarumsóknina.

Deildarstjórar og fræðimenn skólans hafa sumir hverjir verið fljótir að koma til hjálpar ríkisstjórninni þegar á móti blæs. Þá hafa þessir menn verið fljótir að fórna fræðunum í þágu málstaðarins. Við skulum ekki gleyma þætti þessara manna í icesave deilunni, þætti þeirra í stjórnarskrármálinu og að sjálfsögðu öllum þeim greinum og viðtölum í fjölmiðlum þar sem þessir menn hafa mært ESB og ríkistjórn Jóhönnu. Þar sem þessir menn hafa niðurlægt íslensku krónuna, þó vitað sá að við verðum með þann gjaldmiðil enn um sinn, hvað sem síðar verður. Árásum þessara manna á þær starfstéttir sem skaffa landinu gjaldeyrir og þá starfsstétt sem fæðir landsmenn. Í þessum greinum og viðtölum hafa þessir menn marg oft verð gerðir afturreka með málflutning sinn, en halda þó starfi sínu í Háskóla Íslands eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þessir menn kalla sig fræðimenn, þó þeir hagi sér eins og hörðustu pólitíkusar!

Þetta loforð Jóhönnu er því fyrst og fremst viðurkenning til þessara manna fyrir vel unnin störf í þágu ríkisstjórnarinnar.

 


mbl.is Vegleg gjöf á aldarafmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband