Málaliðar Ögmundar

Hið nýja skip Landhelgisgæslunnar, Þór, fór um Panamaskurðinn í nótt.  Hann mun eiga viðkomu í Bandaríkjunum á leið sinni til Íslands.

Fjárhagslegur vandi Landhelgisgæslunnar er mikill, svo mikill að hún hefur þurft að taka að sér störf við landamæragæslu fyrir ESB á miðjarðarhafi og með vesturströnd Afríku. Þessi vandi skapast þó ekki af einhverjum hörmungum sem yfir hana hafa dunið heldur er um tilbúinn vanda að ræða, vanda sem skapast af rangri forgangsröðun stjórnvalda. Ýmis gæluverkefni eru tekin fram yfir grunn þjónustuna hér heima. 

Flugvél og skip Gæslunnar hafa verið þarna suðurfrá meir og minna allt þetta ár og stórann hluta síðasta árs. Þetta er gert til að afla Gæslunni fjármagns. Á þessum tíma hafa starfsmenn Gæslunnar þurft að vinna á styrjaldarsvæðum.

Það er spurning hvort þetta nýja skip Gæslunnar fá að vera hér við strendur Íslands, sjómönnum til öryggis, eða hvort það verður leigt til ESB með manni og mús, eins og flugvél og önnur skip hennar, til hernaðarverka.

Þegar fólk er leigt til hernaðarstarfa er það kallað málaliðar. Það er kaldhæðni örlaganna að það skuli vera Ögmundur Jónasson og flokkur hans sem stendur að slíkri aðgerð.

 


mbl.is Þór í Panamaskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband