Samfylkingin að klofna ?
6.10.2011 | 23:36
Það verður ekki betur séð en að Samfylkingin sé að klofna, að margir þeirra sem innan hennar eru, eiga erfitt með að fylgja Jóhönnu fram af brún hengiflugsins. Skal engann undra.
Ekki hefur það fólk þó kjark til að koma Jóhönnu frá, heldur fer það þá leið að yfirgefa flokkinn. Ja mikið er vald Jöhönnu!
Ekki er undarlegt þó svona sé komið, sú harða vinstristefna sem Jóhanna hefur leitt flokkinn í er ekki að skapi margra krata. Vinstristefna stöðnunar og afturhalds hugnast einungis allra hörðustu vinstrisinnum og Jóhanna er vissulega komin í þann hóp.
Kannski er þarna kominn vettvangur fyrir þá Gumma & Gnarr, þeim hefur gengið frekar illa að fá liðsinni að undanförnu, eftir að L listinn á Akureyri gaf þeim fingurinn.
![]() |
Félag frjálslyndra jafnaðarmanna endurreist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í hverju felst þessi "harða vinstri stefna" Jóhönnu?
Það að dekstra fjármálakerfið með fjáraustri úr vasa almennings þangað sem peningurinn er sóttur m.a. með sköttum, er það "hörð vinstri stefna"?
Held ekki!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 07:45
Það er á mörkum þess að þetta sé svaravert hjá þér Bjarni.
Undanlátssemi við fjármálakerfið og austur á fé úr vösum almennings til þess, kemur stefnu ríkisstjórnarinnar ekkert við, það skapast af einskærum aumingjaskap ríkisstjórnarinnar!
Harða vinstistefnan liggur hins vegar í ofursköttum, hringlandahætti í stjórnskipan, tortryggni í garð þeirra sem vilja leggja fé til atvinnuuppbygginga, að ekki sé hægt að una neinum að eignast fé með heiðarlegum hætti, árásum á þær atvinnugreinar sem gefa okkur gjaldeyri og almennum aumingjaskap. Hörð vinstristefna lamar allt sem hún kemmst í snertingu við.
Það þarf ekki annað en skoða heimssöguna til að sjá það og nú erum við Íslendingar að reyna þetta á eigin skinni.
Gunnar Heiðarsson, 7.10.2011 kl. 22:32
Mikið skelfing geturðu ruglað og bullað!
Hörðum vinstri mönnum hefur nú sjaldnast verið legið á hálsi fyrir hringlalandahátt í stjórnskipan, þeir hneigjast til alræðis á öllum sviðum, lítill hringlandaháttur þar.
Tortryggni gagnvart fjárfestum er nú bara ofur eðlileg í dag svona ef maður skoðar ekki þó nema síðustu 3 til 4 árin af Íslandssögunni !!!!!!! Held raunar að tortryggni Íslendinga almennt (og þá líka ríkisstjórnarinnar) sé of lítil ef eitthvað er.
Að fara að tillögum Lilju Mósesdóttur og skattleggja að hluta gengishagnað útfluttingsgreina og nota féð til að minka niðurskurð og skatta á öðrum sviðum, er nú bara heilbrigð skynsemi frekar en spurning um vinstri eða hægri. Gengið er óeðlilega lágt sem veldur því að þjóðin er knúin til sparnaðar en ýmis neikvæð hliðaráhrif þarf að laga með fjármunum frá útflutningsfyrirtækjum sem hafa óeðlilega mikin hagnað vegna óeðlilega lágs gengis!
Eftir alla upptalninguna á því hvað einkenni harða vinstri stefnu Jóu og co. þá endarðu með að tala um almennan aumingjaskap. Það virkar nú eins og þversögn ;-)
"Undanlátssemi við fjármálakerfið og austur á fé úr vösum almennings til þess, kemur stefnu ríkisstjórnarinnar ekkert við" Hvernig geturðu sagt/skrifað svona endemis vitleysu? Þetta er einmitt sú stefna sem er fylgt og það er ekki vinstri stefna!
Eftir stendur að fullyrðing þín að "Sú harða vinstristefna sem Jóhanna hefur leitt flokkinn í ...", er barasta RÖNG.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 8.10.2011 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.