Loksins
6.10.2011 | 19:00
Loksins segir Gylfi Arnbjörnsson eitthvað af viti, en hann ætti þó að líta sér örlítið nær.
Gylfi Arnbjörnsson hefur tekið fullan þátt í þessu stefnuleysi stjórnvalda og svikum þeirra við þegna landsins. Gylfi stóð meðal annars að þeirri ákvörðun að ekki skyldi fella niður verðtryggingu húsnæðislána í bankahruninu, hann stóð að þeirri "sátt" sem gerð var sumarið 2009 og ríkisstjórnin sveik um hæl og hann stóð að þeim sultarkjarasamningum sem gerðir vori í vor og byggjast fyrst og fremst á loforðum frá þeirri ríkisstjórn sem þekktust er af svikum við þegna landsins. Gylfi er því einn af aðalleikendum þess ástands sem yfir okkur er komið.
En batnandi mönnum er best að lifa, þó erfitt verði fyrir hann að byggja upp trúnað við sína umbjóðendur. Hann hefur ekki staðið vörð þeirra hingað til svo varla er því að treysta að hann fari að taka upp á því nú. En ekki skyldi þó afskrifa það strax, þó vissulega flögri að manni sú hugsun að eitthvað annað bú að baki en varðstaða fyrir launþega landsins.
Síðasta grein fréttarinnar vekur þó smá von, þar sem Gylfi tekur loks þá einu mælieiningu sem rökrétt er, þegar hann bendir á að 20.000 störf hafi glatast frá hruni. Það er eini mælikvarðinn á atvinnuleysið, tölur vinnumálaskrifstofu segja einungis til um hversu margir þeirra eigi rétt á bótum þaðan. Aðrir verða að leyta annað.
Sumir flýja land, sumir komast á sveitina en margir verða beinlínis að fara á götuna!!
Vantar svör um stefnumörkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.