Of seint
5.10.2011 | 21:01
Það er of seint að ætla nú að endurtaka það leikrit sem sett var upp í fyrra haust. Það er komið að raunverulegum aðgerðum.
Á þeim rúmum þrjátíu árum sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur setið á Alþingi hefur hún marg oft lýst því yfir að hennar vilji sé til að afnema verðtryggingu húsnæðislána. Oftast hefur hún haldið þessari skoðun á lofti fyrir kosningar.
Á þessum sama tíma hefur Jóhanna setið í ríkisstjórn samtals rúma 130 mánuði, eða nærri 11 ár. Lengst af sem félagsmálaráðherra en nú síðast forsætisráðherra. Það er því ljóst að ef vilji hefði verið hjá henni að afnema verðtryggingu væri hún fyrir löngu búin að gera það. Það hefur hins vegar vantað viljann, enda fullkomlega fráleitt að eyðileggja eitt helsta kosningavopn sitt!
Nú boðar Jóhanna til funda til að kanna afleiðingar afnáms verðtryggingar. Maður hefði ætlað að hún væri búin að kynna sér þetta, þar sem þetta hefur verið eitt hennar helsta kosningavopn hingað til. Þá skyldi maður ætla að sú vinna sem fram fór í fyrra haust hefði lagt eitthvað mat á þetta, að ekki sé talað um þá vinnu sem ríkisstjórnin þykist hafa lagt til aðstoðar heimilum landsins.
Staðreyndin er hins vegar einföld, það var ekki og hefur aldrei verið vilji hjá Jóhönnu að fara þessa leið.
Það er of seint að ætla að reyna að róa fólk nú með sama hætti og í fyrra. Þær aðgerðir sem þá voru ákveðnar voru til hjálpar bönkum eingöngu. 110% reglan var eingöngu ætluð til þess gera bönkum kleift að rukka það fólk sem var orðið svo illa statt að það sá ekki lengur ástæðu til að greiða af sínum lánum og sérstaka vaxtalækkunin, sem vissulega kemur fólki vel, var fyrst og fremst hugsuð fyrir bankana. Þetta var niðurgreiðsla vaxta til að bankar gætu haldið uppi sinn hávaxtastefnu í friði.
Að ætla að draga þá aðila aftur að borðinu sem að þessum aðgerðum stóðu og útilokuðu með öllu hugmyndir HH, er eins og að kast blautri tusku í andlit almennings. Þeir aðilar sem að þessum tillögum stóðu eiga ekket erindi að þessu borði aftur, þeir fengu tækifæri í fyrra og þeir nýtu sér það ekki.
Andrea Ólafdóttiir á að standa hörð gegn því að sama leikrit verði sett á fjalirnar aftur, hún á að sjá til þess að þem aðalleikendum sem voru í því leikriti verði haldið frá sviðinu.
Jóhanna verður að átta sig á því að jafnvel þó mótmælin nú hafi verið friðsöm, mun friðsamari en í fyrra og ekki í neinni líkingu við þau skrílslæti sem voru veturinn 2008 og 2009, er ekki þar með sagt að fólk sé sáttara. Það er mikill misskilningur.
Í þjóðfélaginu nú eru mun fleiri sem eru komnir á brún örvæntingar, mun fleiri en fyrir ári og margfallt fleiri en veturinn 2008 og 2009. Það er í þjóðfélaginu ört stækkandi hópur fólks sem hefur misst allt sitt til bankanna og enn fer sá hópur stækkandi. Örvænting þessa hóps er mikil og það hefur litlu eða engu að tapa lengur. Þó mótmælin nú hafi verið friðsöm er fóður fyrir skelfilegum átökum til staðar. Púðrið er komið í tunnurnar, Jóhanna hefur sjálf mokað því í þær.
Það er því of seint fyrir Jóhönnu að ætla að drepa málinu á dreif. Ef niðurstaðan nú verður í einhverri líkingu við þá niðurstöðu sem varð í fyrra og ef tíminn sem tekur að komast að niðurstöðu nú, verður jafn langur og þá, mun lítið þurfa til að eldur verði borinn að púðurtunnu Jóhönnu. Þá geta landsmenn beðið guð að hjálpa sér.
Það liggur mikil ábyrgð á baki Jóhönnu nú og í raun á landið framtíð sína undir henni. Ef hún spilar sama leik og hingað til, mun hér verða þvílíkar hörmungar, fólkið mun ekki sætta sig við þá vegferð lengur. Ef hins vegar Jóhönnu ber gæfa til að snúa við af þeirri braut og taka kúrsinn með fjölskyldum landsins, mun hún verða landi og þjóð til sóma.
Þá getur Jóhanna yfirgefið sinn pólitíska feril stollt. Að öðrum kosti fer hún af þeim vettvangi skríðandi með veggjum!
![]() |
Engin samræða við stjórnvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samála að flestu nema það að hennar tími er liðinn og ætla að hún geri eitthvað úr þessu er óskhyggja!
Sigurður Haraldsson, 5.10.2011 kl. 22:41
Ég viðurkenni að ég hljóp aðeins á mig Sigurður, auðvitað getur Jóhanna aldrei komist frá vettvangi stjórnmálanna öðruvísi en skríðandi með veggjum. Verk hennar í stól forsætisráðherra eru með þeim hætti.
Hún á þó enn kost á því að standa að baki fólksins, ef hún kærir sig um. Með því gæti hún hugsanlega komið í veg fyrir skelfileg mótmæli á götum Reykjavíkur.
Til þess þarf hún að taka Andreu opnum örmum og hundsa fjármálaklíkuna. Hún þarf að afnema verðtryggingu húsnæðislána og sjá til þess að lánþegar fái leiðréttingu lána sinna.
Gunnar Heiðarsson, 5.10.2011 kl. 23:29
Við erum hér og ekki hægt að segja á hliðarlínunni því að nú er kominn tími aðgerða ekki hægt að láta þessa mafíu ganga að landanum dauðum og þeir sem ekki geta flúið land eða hafa ekki vilja til bíða slátrunar!
Sigurður Haraldsson, 6.10.2011 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.