Hvað skeður í dag ?
5.10.2011 | 04:48
Það verður fróðlegt og kannski skelfilegt að fylgjast með mörkuðum í dag. Fréttir gærdagsins eru ekki beinlínis uppörvandi.
Dagurinn í gær byrjaði með enn frekari falli á mörkuðum, sérstaklega í Evrópu.
Verðbréfa í fransk- belgíski bankanum Dexia féll um 37% í upphafi dags og stuttu síðar var hann yfirtekinn af stjórnvöldum. Hann var fallinn.
Deutsche Bank sendi út afkomuviðvörun þar sem ljóst er rekstur bankans er mun verri en áður var haldið.
Fjármálaráðherrar evruríkjanna koma sér ekki enn saman um hvernig eða hvort Grikkjum skuli hjálpað. Vandi Grikkja er þó einungis sýnishorn af vanda evruríkjanna og ef ekki tekst að taka á þeirra vanda er ljóst að evrunni verður ekki bjargað.
Undir lok dagsins kom svo frétt af því að lánshæfismat Ítalíu hefði verið lækkað.
Dagurinn í gær var verulega skuggalegur í evrópskum fjármálaheimi en dagurinn í dag gæti orðið verri. Það er nokkuð ljóst að fjármálaheimurinn mun ekki taka þessum fréttum vel. Hvort einhverjum tekst að róa hann er spurning.
Skaði evrutilraunarinnar er að koma vel í ljós. Sá skaði mun þó ekki eingöngu lenda á þeim ríkjum sem tóku þátt í þeirri tilraun, heldur allri heimsbyggðinni, þar með talið okkur hér á Íslandi.
Það er svört samviska sem það fólk ber í höfði sér, er stóð að þessari tilraun. Tilraun sem dæmd var til að mistakast. Samt rembist þetta fólk enn við staurinn og neitar að viðurkenna staðreyndir, enn á að kasta fjármunum í þessa vonlausu tilraun og enn skal heimsbyggðinni haldið í heljargreipum.
Hver sá dagur sem líður og þetta vitfyrrta fólk fær að halda áfram sínu vonlausa starfi, er dagur enn frekari hörmunga fyrir heimsbyggðina. Afleiðingarnar verða alltaf þyngri og skelfilegri.
Það er merkilegt að enn skuli vera fólk hér á landi sem mærir þessa hörmung og vill með öllum ráðum tengjast þessu vitfyrrta sambandi.
Grikkir fá ekki lán í október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú segir mér fréttirnar, Gunnar, ég hef nánast alveg verið úr sambandi.
Dexia fallinn og Deutsche Bank sendir út afkomuviðvörun!
Ég verð víst að vakna aftur til veruleikans. Og ekki eykur þetta fýsileika smárrar þjóðar til að ganga inn i þetta Evrópusamband, sem átti að vera svo gulltryggt.
En skyldi ekki Jóhanna sjá það glöggt, að þetta er "bara tímabundinn vandi"?
Og þarf ekki hin hagfróða Sigríður Ingibjörg Ingadóttir að koma með enn eina yfirlýsinguna sem slær á áhyggjur manna þarna á meginlandinu?
Jón Valur Jensson, 5.10.2011 kl. 05:31
Vitlaust orðað hjá mér, svona skal það vera:
Og ekki eykur þetta fýsileika þess fyrir smáa þjóð að ganga inn í þetta Evrópusamband ,,,
Jón Valur Jensson, 5.10.2011 kl. 05:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.