Og hvað ætlar "meistari" Gylfi að gera ?

Gylfi býst við hörðum aðgerðum gegn stjórnvöldum vegna hins nýja fjárlagafrumvarps, hann telur að hart verði tekið á því úr hans baklandi.

Hvaða bakland Gylfi á við er ekki gott að segja, ekki hefur hann unnið fyrir launþega landsins svo varla getur hann reiknað með stuðningi þaðan. Kannski á Gylfi við að atvinnurekendur muni standa að baki honum nú, eins og hann stóð við bak þeirra í síðustu kjarasamningum.

En hvaða aðgerðir er Gylfi að boða? Ekki er hægt að fara í verkföll þar sem kjarasamningar eru í gildi. Eru kannski þessar hörðu aðgerðir hanns bara þær að hann opnar munninn nokrum sinnum og gagnrýnir ríkisstjórnina. Það er vissulega erfitt fyrir Gylfa að gera slíkt, svo kannski telur hann það "harðar aðgerðir".

Þetta fjárlagafrumvarp sem nú hefur verið lagt fram á ekki að koma neinum á óvart. Þetta er skattpíningar frumvarp og þetta er frumvarp um niðurskurð í velferðarkerfinu. Þetta er frumvarp byggt af viti og skilningi þeirra sem ekkert skilja og niðurstaðan var fyrirsjánleg.

Það var einnig fyrirsjánlegt við gerð síðustu kjarasamninga að stjórnvöld myndu ekki standa við sin hluta þess gjörnings. Það var fyrirsjánlegt vegna fyrri loforð sem stjórnvöld höfði svikið og það var fyrirsjáanlegt vegna þess að ráðherrar valda ekki því starfi sem þeim er falið.

Samt ákvað Gylfi Arnbjörnsson, í samráði við vin sinn Vilhjálm Egilsson, að byggja kjarasamningana á loforðum frá því fólki sem í dag er þekktast á Íslandi fyrir svik, ráðherrum ríkisstjórnarinnar!

Því getur Gylfi ráðist að sjálfum sér, það er hann sem á sök á því hvernig komið er. Þær hörðu aðgerðir sem hann boðar ættu að beinast að honum sjálfum, fyrst og fremst. Þeir sem leggja traust sitt á þá sem eru þekktir af svikum, geta varla kennt svikurunum um þegar illa fer. Sökin er þeirra sem treysta svikurunum.

 -

Það munu vissulega verða hörð viðbrögð við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. En þau viðbrögð verða hvorki með vitund eða vilja Gylfa Arnbjörnssonar. Þau viðbrögð munu koma frá fólkinu í landinu, því fólki sem Gylfi sneri baki við vorið 2007, þegar stjórnmálaflokkur sá er hann starfar fyrir komst til valda. Fram að því hafði Gylfi snúið annari hliðinni að launþegum, hinni að atvinnurekendum og framhliðinni að Samfylkingunni. Nú snýr önnur hliðin að atvinnurekendum en hin hliðin og framhliðin að Samfylkingunni og ESB.

Það mun reyna á stjórnarandstöðuna á Alþingi, þegar frumvarp um fjárlög verða tekin fyrir. Það mun vissulega verða hrópað "skotgrafahernaður" og "málþóf", en stjórnarandstaðan má ekki láta það aftra sér við að gagnrýna þetta frumvarp. Þeir sem þessi orð hrópa eru þeir sömu og hafa hingað til mest beytt slíkum aðferðum á þingi. Því er engin ástæða til að hræðast þau orð.

Stjórnarandstaðan hefur fá vopn á Alþingi og verður að beyta þeim sem tiltæk eru. Þó fólk hrópi ljót orð yfir þau vopn má alls ekki hvika frá þeirri stefnu að sýna stjórnvöldum aðhald.

Ef stjórnarandstaðan hverjum tíma nýtir ekki sýn vopn til að halda aðhaldi að stjórnvödum, fáum við einræði og varla vill fólk slíkt stjórnskipulag yfir Íslandi.

Því mun nú á næstu vikum sjást hvort stjórnarandstaðan getur gert það sem henni er ætlað, sýnt mátt sinn gegn stjórnvöldum. Fjárlagafrumvarpið mun leiða það í ljós.

Gylfi Arnbjörnsson mun verða peð í því tafli sem framundan er og fáir munu hlusta á hann. Maður sem hefur svikið launastétt landsins, með aðstoð sinna nánustu varðhunda, getur ekki búist við að nokkur hlusti á sig. Sá maður hefur verið afskrifaður af launafólki, rétt eins og hann sjálfur hefur afskrifað launafólkið trekk í trekk!


mbl.is Býst við hörðum viðbrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll aftur Gunnar. Ég hef aðeins verið að skoða "nöldrið" þitt og er bara nokkuð sammála ýmsu þar.   Ekki skal ég draga úr gagnrýni þinni á kjánann Gylfa.  Hvað ætli sá maður telji vera heiðarlegan og sanngjarnan rógburð? Kanski tilraunir hanns til að ljúga verðbólgu upp á bændur með tölum. Með því að velja nógu stuttan tíma þá telur hann sig geta sannað sitt mál.  Með sömu rökum er hægt að sýna fram á að hér sé allt í lagi með kerfið þar sem hrunið sé komið út fyrir sjóndeildarhring línuritanna hans Gylfa!!!!   

      Það er trúlega sanngjarn og heiðarlegur rógburður í augum Gylfa.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband