Fréttamat fjölmiðla

Við þingsetningu í gærmorgun voru uppi mótmæli. Það voru haldnir samstöðutónleikar og ræður haldnar. Meðal ræðumanna voru Andrea J Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Lítið sem ekkert er hægt að finna í fjölmiðlum um þessar ræður, eða tónleikana. Þó voru þessar ræður grunnur mótmælanna og kom fram í þeim hverju var verið að mótmæla.

Fjölmiðlar sögðu hins vegar ekki frá þessum ræðum eða sögðu frá tónleikunum, þeir einblýndu einungis á þann hluta mótmælanna sem fram fór milli Alþingishússins og Dómkirkjunnar, þó sérstaklega eitt atvik þar sem þingmaður fékk egg í höfuðið og stóð það ekki af sér, heldur féll í götuna.

Ofbeldi er aldrei af hinu góða og því erfitt eða hæla eða mæla með þeirri hegðun að kasta matvælum, hvort sem er að alþingismönnum eða öðrum. En það er einnig erfitt að fordæma þann verknað, ekki vegna þes að hann hafi átt rétt á sér, heldur vegna þess að fjölmiðlar beinlínis hvetja til þeirrar hegðunar, með því að láta það verða hærra sett fréttaefni en það sem raunverulegu mótmælin snerust um, óréttlætið gagnvart fjölskildum landsins.

Hvers vegna fjölmiðlar hafa lítið sem ekkert fjallað um þessar ræður er hulin ráðgáta. Hvort það er með vilja gert verður hver að meta fyrir sig og þá hverjum það hellst þjóni. Slík þögn mun ekki róa fólkið.

Fjölmiðlar hafa verið nefndir fjórða valdið og vissulega eru þeir það. Hér á landi virðist þó vera sem þeir séu í gíslingu stjórnvalda og því þetta vald lamað.

Það er mikill munur á mati fjölmiðla nú eða veturinn 2009, þegar hver fréttatíminn af öðrum var uppfullur af ræðum og viðtölum við ræðuhaldara í mótmælunum sem þá gengu yfir. Þá var vel komið á framfæri hverju og hverjum var verið að mótmæla. Nú er hins vegar einblýnt á þá hlið mótmælanna sem er skuggalegust, ofbeldið. Þó vita auðvitað allir að einungis örfáir einstaklingar beyta þeim aðferðum, flestir eru að mótmæla með friðsamlegum hætti.

Þó má gera ráð fyrir að fleira fólk bætist við þann litla hluta sem stundar ofbeldismótmæli, enda virðist það vera eina leiðin til að ná eyrum fjölmiðla. Þetta er hættulegur leikur sem fjölmiðlar stunda og óvíst hvernig hann endar. 

Í Silfri Egils nú áðan kom vissulega á óvart að sjá að til er skynsamt fólk innan Samfylkingar. Vissulega hefur mann alla tíð grunað að svo væri, en þetta var fyrsta staðfesting þess um langann tíma. Vonandi er fólk að vakna innan þess flokks og kasti einræði Jóhönnu og hennar fylgifólki, af höndum sér.

Björn Valur var eins og fyrri daginn staddur utan raunveruleikann og lýsti hann vel þeirri vitfyrringu er ríkir innan stjórnarráðsins, þar sem svart er sagt hvítt. Þáttaka hans í Silfrinu var ekki stjórnvöldum til hagsbóta, en ekki er víst að nokkur annar fulltrúi þess vitfyrrta liðs sem stjórnina styðja á þingi hefði getað gert betur. Þetta fólk er utan raunveruleikans og því ekki mikils að vænta af því.

Ég læt hér fylja tengingu á vef Verkalýðsfélag Akraness, í ræðuna sem Vilhjálmur flutti á Austurveli í gærmorgun. Hún er öllum holl og góð lesning.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að vísa á ágæta ræðu Vilhjálms, það er fullkominn skömm af fréttaflutningi (eða skorti á honum) ríkisfjölmiðlanna af þessum mótmælum. Uppdiktað eggjadrama látið yfirskyggja það sem raunverulega var í gangi. 

Ég er þó barasta ekki frá því að ég hefði látið nokkur egg fljúga hefði ég verið á staðnum, þessir þingmannaaular virðast ekki ná neinum sönsum þeir geta þá drullast til að segja af sér frekar en að ganga endalaust erinda fjármagnsins. Vinstri velferðarstjórn, ja svei, svei og aftur svei!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband