Er ljósið slokknað í kollli Steingríms ?
25.9.2011 | 09:25
Það er margt við þessa frétt sem er undarlegt, svo ekki verði annað sagt. Engu er líkara en fulltrúi AGS á Íslandi hafi aldrei komið til landsins.
Franek heldur því blákallt fram að fjöldi starfsmanna ríkisins hafi haldist nánast óbreyttur og að búið sé að semja um skuldaaðlögun við fyrirtæki og einstaklinga.
Ef fjöldi ríkisstarfsmanna hefur haldist óbreyttur, hlýtur að hafa fjölgað verulega um starfsfólk í stjórnsýslunni, sem var þó ofvaxin fyrir. Fækkun hefur verið mikil í grunnþjónustunni, þeim fyrirtækjum og stofnunum ríkissins sem halda henni uppi.
Skuldaaðlögunin sem hann nefnir er nafnið eitt, enginn merkjanlegur árangur hefur verið af henni annar en sá að örlítið fleiri borga nú af lánum sínum til bankanna en áður. Að þessar aðgerðir hafi hjálpað fyrirtækjum og einstaklingum er fjarstæða.
Eitt er þó gleðilegt við málflutning Franeks, en það er að íslenska krónan hafi hjálpað okkur og á því sviði séum við betur sett en Írar.
Það sem þó vekur mesta athygli í fréttinni eru ummæli Steingríms J við Irish Times, en þar segir hann að Ísland hafi greitt bankahrunið dýru verði og ekki sé enn komið fyrir vind!
Þarna endurtekur Steingrímur það sem Jóhanna gerði fyrir nokkrum dögum, þegar hún sagði eitt fyrir hádegi hér heima en annað eftir hádegi við erlendan fjölmiðil. Steingrímur hefur haldið því fram, nú í nærri ár, að botninum hafi verið náð, að við séum komin fyrir vind. Hann ritaði langar greinar, nokkra daga í röð, síðasta vetur, til að útskýra þetta fyrir almúganum, sem hefur þó ekki enn séð ljósið sem Steingrímur sá þá.
Nú virðist það ljós hafa slokknað í kolli hans, miðað við það sem hann segir í Irish Times.
Íslendingar sluppu betur en Írar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að peran sé fyrir löngu sprungin og þess vegna sé nokkuð langt síðan hefur verið ljós í kolli Gunnarsstaða-Móra................
Jóhann Elíasson, 25.9.2011 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.