Umhverfisstofnun hafnar einu besta verkfæri sem henni hefur borist

Umhverfisstofnun gagnrýnir Ferðaklúbbinn 4x4 fyrir að birta GPS-kortagrunn sinn. Segir að í grunninum séu "hættulegar leiðir". Hættulegasti vegur á Íslandi er þjóðvegur nr.1, þar á fólk helst á hættu að lenda í slysi.

Þá segir umhverfisstofnun að í grunninum séu vegslóðar sem hafa verið lokaðir. Hvers vegna var þeim lokað? Hver eru rökin fyrir þeirri lokun, önnur en pólitísk réttsýni?

Eitt af vandamálum við utanvegaakstur hefur einmitt verið að erfitt hefur verið að skilgreina vegslóða. Því ætti Umhverfisstofnun að fagna þessu framtaki Ferðaklúbbsins 4x4, þarna er kannski kominn grunnur að þeirri skilgreiningu, grunnur sem hægt er að vinna útfrá.

Félagsmenn klúbbsins eru upp til hópa náttúrverndarsinnar og akstur utanvega er langt frá þeirra vilja. Reyndar eru sennilega fá samtök áhugafólks sem sýnir náttúruvernd meiri áhuga en einmitt Ferðaklúbburinn 4x4, en félagar hans vilja þó geta notið náttúrunnar. Það er lítið gaman af fallegri náttúru ef hún er öllum hulin.

Ef Umhverfisstofnun tæki þennan grunn klúbbsins og gerði hann að skilgreiningu þeirra vegslóða sem heimilt er að aka, auðvitað þarf að yfirfara grunninn, væri þarna komið sterk verkfæri fyrir lögreglu til að halda uppi lögum á hálendinu. Þess í stað fer Umhverfisstofnun hamförum og fordæmir framtakið!

Það er annars merkilegt að næsta frétt á eftir þessari á mbl.is var af ferð Svandísar Svavarsdóttur austur að Gullfossi til að opna nýjan göngustíg þar. Fram kemur í fréttinni að meðfram stígnum sé fjöldi upplýsingaskilta. Varla mun það vera í anda þeirrar pólitísku réttsýni Svandísar á ósnortna náttúru, að fylla hana af upplýsingaskiltum.

 


mbl.is Sýnir bannaðar og hættulegar leiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þitt góða innlegg í málið. kv Jón G Snæland ferlaráði f4x4

Jón G. Snæland (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 21:48

2 identicon

Held það sé nú betra að sýna slóðana heldur en að fólk fari bara eitthvað.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband