Til hvers er verið að spyrja um hluti sem ekki standast lög ?

Hver er tilgangur þess að kanna hugi fólks til einhvers sem ekki stenst lög? Hefur fólk hjá MMR svona lítið að gera, eða er þessi könnun runnin undan rifjum einhverra annara?

MMR spyr m.a. hvort halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu stjórnlagaráðs og niðurstaða þeirra þjóðaratkvæðagreiðslu látin ráða.

Þessi spurning er tvíþætt, annars vegar hvort halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu og hins vegar hvort hún eigi að vera bindandi fyrir Alþingi.

Í sjálfu sér er ekkert sem bannar slíka þjóðaratkvæðagreiðslu, en að gera hana bindandi stangast á við gildandi stjórnarskrá og hún gildir þar til önnur hefur leyst hana af.

Hver vilji fólks er til að brjóta gildandi stjórnarskrá skiptir engu máli, hana skal halda!!

 


mbl.is Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Sammála!!!!

Sandy, 20.9.2011 kl. 11:38

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er mikill vilji að halda þjóðaratkvæðsigreiðslu um nýja stjórnarskrá.

Hún verður svo ráðgefandi...  en það er mjög erfitt pólitiskt séð fyrir stjórnmálamenn að fara gegn vilja þjóðarinnar.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.9.2011 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband