Betur má ef duga skal

Enn á ný höfum við orðið vitni að skrípaleiknum á Alþingi. Þetta haustþing hefur slegið öllum öðrum við.

Það er þó gleðileg niðurstaða að löggjafavaldið hafði sigur yfir framkvæmdavaldinu, eitthvað sem ekki hefur áður sést með svo afgerandi hætti. En þessi sigur varð nokkuð dýrkeyptur.

Vegna baráttu löggjafavaldsins um sína stöðu gagnvart framkvæmdavaldinu, voru mörg mikilvæg mál látin bíða og síðan afgreidd með hraði undir lok þingsins. Slík efnismeðferð og afgreiðsla laga er ekki til fyrirmyndar.

Forsætisráðherra og forseti Alþingis hafa báðar boðað að september þing verði ekki oftar haldið. Í stað þess mun þing verða sett fyrr á haustin. Það leysir þó engann vanda, lokadagar þingsins verða alltaf með sama snið.

Hjá þessu væri þó hægt að komast með tvennu. Að framkvæmdavaldið leggði sig betur fram og kæmi með sín frumvörp jafnar á þingtímanum og með því að breyta þeirri reglu að þingmál sem ekki næst að afgreiða fyrir þinglok, geimist til næsta þings, að ekki þurfi að leggja þau mál aftur fyrir þingið.

Nú fer ramkvæmdin á Alþingi fram með þeim hætti að fram að áramótum er eitt mál rætt, fjárlagafrumvarpið og eftir áramót á svo að afgreiða öll önnur mál. Flest þeirra koma fram á lokadegi þess tíma sem leggja má mál fyrir þingið og lenda því í afgreiðslu á lokadögum þess. Þetta getur varla talist góð vinnubrögð.

Það eru því vinnubrögð innan Alþingis sem mestu máli skipta, ekki tímalengd þess eða hvort haldið er haustþing. Þessi vinnubrögð eiga að vera í höndum löggjafavaldsins, en í raun er það framkvæmdavaldið sem stjórnar þeim.

Sá sigur sem löggjafavaldið hafði yfir framkvæmdavaldinu nú er góður, en betur má ef duga skal. Á komandi þingi þarf löggjafavaldið að taka til sín stjórn Alþingis, taka stjórnun þess af framkvæmdavaldinu.


mbl.is Þingi slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband