Að detta rétt áður en í mark kemur.

Eins og svo margir aðrir þá skoða ég hvern laugardag hvað Þorsteinn Pálsson ritar eftir för upp á Kögunarhól sinn.

Oftar en ekki horfir hann til ESB og dásamar það, stundum tekur hann önnur mál upp, stundum lýsir hann andúð sinni á einhverjum, eins og um síðustu helgi.

En það er samt þannig að alltaf er gaman að lesa skrif þessa manns, sem eitt sinn var forsætisráðherra í rúmt ár.

Sýn Þorsteins þessa helgi er af hagtölum, margbreytileik þeirra og hvernig stjórnmálamenn velja sér "réttar" tölur, máli sínu til stuðnings.

Þó enginn nýr sannleikur komi fram í þessum skrifum Þorsteins nú, er greinin vel þess virði að lesa. Hann færir rök fyrir því augljósa og gerir það með ágætum.

Það er ekki fyrr en á síðustu metrunum sem Þorsteinn misstígur sig og það hressilega. Eftir að hafa í mörgum orðum rætt hagtölur og túlkun eða mistúlkun þeirra segir Þorsteinn:

"Samfylkingin vill síðan ekki viðurkenna að hún hafi gefið allt eftir gagnvart VG og jafnvel hopað í aðildarviðræðunum. Hún lokar því augunum fyrir þessum tölum eins og aðrir."

Þessi setning kemur eins og skrattinn úr sauðaleggnum, algerlega því óviðkomandi sem á undan hafði farið. En auðvitað gat Þorsteinn ekki ritað grein í fjölmiðil án þess að mæra ESB og hallmæla VG. Þessi eina grein tekur vel á þessum tveim hellstu áhugamálum hans.

Þetta minnir á mann sem á ágætann sprett í hlaupi en dettur svo rétt áður en markinu er náð.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband