Er Svandís svolítið sár ?

Hvað á Svandís við með að hvalveiðar hér séu ekki sjálfbærar? Hvernig skilgreinir hún sjálfbærni?

Það er ljóst að hvalveiðar okkar Íslendinga ógna ekki á neinn hátt hvalastofnum. Hins vegar eru uppi kenningar, studdar rökum, um að friðun hvala hér við land ógni öðru lífi í sjónum.

Það má satt vera að tekjur þjóðarbúsins séu ekki miklar af hvalveiðum, en þær eru þó töluvert meiri en bara gjaldeyristekjurnar. Tekjur þjóðarbúsins verða einnig til vegna þeirrar vinnu sem þessar veiðar skapa og vegna þess sem selt er af hvalkjöti innanlands. Fleira mætti telja.

Þessi atriði skipta þó ekki máli í deilu okkar við aðrar þjóðir um þessar veiðar. Sú deila snýst um eitt og einungis eitt. Rétt okkar til ábyrgrar nýtingar þeirra auðlinda sem á og um landið eru. Um þennan rétt snýst deilan.

Það er annars magnað að Bandaríki Norður Ameríku skuli vera að agnúast út í okkur vegna þessara veiða. Hvernig yrði þeirri þjóð um ef við svöruðum til baka í sömu mynt og hættum að styðja þessa stórþjóð til eigin hvalveiða. Staðreyndin er að hvalveiðar USA eru töluverðar og þær hvalveiðar geta þeir stundað vegna aðstoðar okkar í Alþjóða Hvalveiðiráðinu, sem ætti reyndar að heita Alþjóða Hvalfriðunarráðið.

Kannski er það einmitt vegna þessa að forseti USA treystir sér ekki til alvöru aðgerðir, heldur fer þess á leið að þessi mál verði tekin upp við sem flest tækifæri og sérstaklega nefnt í tengslum við Norðurskautsráðið. Þetta er af hinu góða fyrir okkur, umræða um málið er okkur í hag.

"Stóra málið".

Að sjálfsögðu hleypur Svandís undir bagga með formanni sínum í "forsetamálinu". Þar gagnrýnir hún forsetann fyrir að segja sannleikann, enda ekki í anda VG að hampa sannleikanum.

Svandís segir að forsetinn megi ekki skipta sér af "réttkjörnum stjórnvöldum". Þarna fer hún út á nokkuð hálann ís og gæti hæglega dottið.

Staðreyndin er að forsetinn er réttkjörinn af þjóðinni, það eru stjórnvöld hins vegar ekki!

Þegar kosið er til þings, merkir kjósandinn við þann stjórnmálaflokk eða það stjórnmálaafl, sem hann treystir best til að stjórna landinu. Því eru það þessir flokkar eða stjórnmálaöfl sem eru réttkjörin og eiga það fylgi sem þau fá í kosningum. Reyndar segir stjórnarskráin að atkvæðin séu eign frambjóðandans, en það rímar þó illa við staðreyndir, þar sem kjósandinn fær litlu breytt um hvaða frambjóðanda hann kýs.

Að loknum kosningum er síðan mynduð ríkisstjórn. Málamiðlun er oftast látin ráða við myndun ríkisstjórna, en þó kemur fyrir að einn flokkur kúgar annan við slíkar viðræður. Það gerðist við myndun þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr. Kannski eru sárindi Svandísar einmitt vegna þess yfirgangs samstarfsflokksins í ríkisstjórn, ekki einungis við myndun hennar, heldur allan starfstímann.

Það er því fáráðnlegt að segja að stjórvöld séu réttkjörin. Það eru hins vegar stjórnmálaflokkarnir. Hvað þeir svo gera að loknum kosningum getur kjósandinn lítið gert við, fyrr en kjörtímabili líkur. Einstaka sinnum eru kjósendur þó svo heppnir að boða þarf til kosninga áður en kjörtímabili líkur og þá geta þeir vissulega gefið stjórnvöldum sína einkun.

Forsetinn er réttkjörinn, stjórnmálaflokkar eru réttkjörnir, en ríkisstjórnir fá sinn dóm eftirá!


mbl.is Svandís: Hvalveiðar ekki sjálfbærar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þetta er hárrétt hjá þér Gunnar. Svandís ætti að leita sér upplýsinga um hvað hvalir og selir éta mikið af fiskistofni okkar hér við land.

Ég tel að henni muni bregða töluvert, þegar hún fær töluna 200.000 tonn, eða meira en allur floti okkar veiðir við Íslandsstrendur. 

Þá á eftir að tala um allt annað æti sem hvalurinn étur frá fiski.

Eggert Guðmundsson, 16.9.2011 kl. 11:47

2 identicon

Svandís er náttúrulega bara veik enda alin upp af sjúku fólki.

Dr. Phil (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband