Svart er hvítt

Þessi fullyrðing Helga er undarleg. Fylgist maðurinn ekki með fréttum?

Vissulega ætti evran að vera sterkari en krónan, en því miður er ekki að sjá það, vandræði evruríkja er með ólíkindum og fara versnandi.

Auðvitað má segja að krónan sé veikur gjaldmiðill, vegna smæðar sinnar, en hugsanlega er einmitt smæðin sem gerir hann góðann.

Vegna smæðarinnar er auðvelt, ef vilji er fyrir hendi, að fella hann og vegna smæðarinnar eru áhrif þess falls lítil og einskorðast við eina þjóð.

Evran er hins vegar gjaldmiðill nokkur hundruð miljón manna samfélags. Því er erfiðara að fella hann utan frá, en þó ekki útilokað. En hitt er annað mál að jafn auðvelt er að fella þann gjaldmiðil innan frá og krónuna og það er að takast. Afleiðingar þess falls eru þó geigvænlegri en ef krónan fellur. Afleiðingar falls evrunar hefur ekki einungis áhrif á þau lönd sem hana nota, heldur alla heimsbyggðina.

Það er annars merkilegt þegar þingmaður á þjóðþingi mærir gjaldmiðil annara þjóða og hallmælir, nánast afsalar, eigin gjaldmiðli.

Hvar í heiminum tíðskast slík vinnubrögð, utan hins Íslenska stjórnmálaflokks, Samfylkinguna!!


mbl.is Evran sterkari en krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkvæmt þessu er það alveg ljóst að Evran mun víkja fyrir íslensku krónunni í nánustu framtíð sem sameiginlegur gjaldmiðill á evrusvæðinu.

Bergur (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 13:21

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef það er þinn skilningur, er það þitt vandamál!

Gunnar Heiðarsson, 13.9.2011 kl. 14:00

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Evarn var um 150 í fyrra og er núna 160. Hún hefur því styrkst miðað við krónuna... og það er ekkert athugavert að benda á það.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.9.2011 kl. 14:42

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Allt moggafréttir.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.9.2011 kl. 17:52

6 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

á áttunda áratugnum reyndu sovétríkin að sprengja Bandaríska hagkerfið með því að safna saman dollurum í um 15 ár og selja skyndilega. Það mistógst annars vegar vegna þess að þeir áttu aðeins US dollara en vantaði að eyga ríkisskuldabréf og hinsvegar gerðu þeir ekki ráð fyrir verðbógu, þ.a.s. settu sér mark og seldu þegar þeir náðu því og í stað þess að sprengja hagkerfið þá varð bara einn dagur í niðursveiplu og enginn varanleg ummerki sáust. Þeir gátu ekki ráðist á Evrópu vegna þess að þar voru of margir gjaldmiðlar, það vantaði svona "Evróskan-sam-dal"

 Í dag eiga Kínverjar nóg af dollörum annars vegar og Evrum hinsvegar til að valda miklum vandræðum en vantar skuldabréf í evrópu ef þeir ætla að leika sama leikinn og hafa einhvern árangur af. 

Bjarni&co(sleggjan), þú meinar eins og að risa aðili/spákaupmaður (eins og kína) sé að kaupa upp evrur og skuldabréf? Hvað gerist ef þetta reynist enn vera við sama heygarðshornið og stefna á heimsyfiráð, þá er hækkun á evru um 10kr/1evra skelfilegar viðvaranir um hörmulega atburði sem eru við það að skella á; svona eins og ef sjórinn hörfar skyndilega. Þá er það vitlausasta sem þú getur gert er að tína upp fiskinn því það getur komið flóðbylgja á eftir

Brynjar Þór Guðmundsson, 13.9.2011 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband