Hart skotið !
10.9.2011 | 17:45
Þorleifur Gunnlaugsson skýtur hart á stjórnvöld. Þessum skotum er þó einkum eignuð formanni VG, Steingrími J Sigfússyni.
Það var Steingrímur sem stóð að yfirfærslu banka til vogunanrsjóða, hin nýja einkavæðing.
Það var Steingrímur, sem fjármálaráðherra, sem réði yfir bökunum áður en hann gaf þá og því hefði Steingrímur getað beytt sér fyrir því að stefnu VG yrði framfylgt, stefnu sem var tekin eftir að hann varð fjármálaráðherra.
Það var í valdi Steingríms, sem ráðherra, að sjá til að stjórnarfrumvarp um stöðvun nauðungaruppboða yrði lagt fyrir þingið, samkvæmt samþykkt VG frá því í mars 2009.
Steingrímur Jóhann hafði ekki kjark. Hann þorði ekki að storka Jóhönnu af ótta við að missa stólinn, hann þorði ekki öðru en að færa vogunarsjóðum tvo af þrem stæðstu bönkum landsins.
Það sannast rækilega á Steingrími Jóhanni Sigfússyni að þeir sem hæst gapa eru ekki alltaf duglegastir til verka og þeir sem þykjast stórir og kjarkmiklir eru oft mestu skræfurnar þegar á reynir!!
Vogunarsjóðir fá heimilin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég geng aftur í VG þegar að Seingrímur og hanns "stuðningsmenn" (Ömmi Blanki) hafa verið sendir út í hafshauga.
Óskar Guðmundsson, 10.9.2011 kl. 17:54
Raunverulegir eigendur þrotabúanna er íslenska ríkið, en það tók bankana yfir á sínum tíma og núna eru þeir í greiðslustöðvun og hafa ekki ennþá farið í gegnum nauðasamninga. Seðlabankinn á 800 milljarða króna kröfu í stóru bankanna vegna víkjandi lána sem að stóru bankarnir máttu ekki fá á sínum tíma frá 2003 og meiga að vísu ekki en í dag fá víkjandi lán af þeirri einföldu ástæðu að þeir nota áhættugrunn fyrir fjárfestingarbanka. Auk þess hafa Arion og Íslandsbanki fengið 217 milljarða í víkjandi lán eftir hrun og NBI fékk ábyrgðir upp á 270 milljarða. Þannig að ESÍ sem er að sjá um að rukka inn fyrir ríkið og Seðlabanka á 1300 milljarða króna kröfu í stóru bankanna sem fengist ekki greidd ef að Basel 2 regluverkið væri upp á yfirborðinu.
valli (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 18:25
... stærsta vandamál á Íslandi er hugarfarsleg eitrun hjá venjulegu fólkisem er kölluð "þrælslund". Fólk á bara að sætta sig við þessa meðferð á fólki þar til það vaknar almennilega ...algjörlega tilgangslaust að hafa skoðun á þessu máli.
Óskar Arnórsson, 10.9.2011 kl. 18:37
Valli, það er ekki þrotabú Kaupþings sem rukkar mig um húsnæðislánið, sem ég tók reyndar á sínum tíma í KB banka. Rukkuninin kemur frá Arionbanka, þess sama banka og Steingrímur gaf að stæðstum hluta til erlendra vogunarsjóða.
Þetta lán sem hinn erlendi banki er nú að rukka mig um, stökkbreyttist við bankahrunið. Þó hinn erlendi Arionbanki hafi fengið þetta lán á verulegum afslætti frá þrotabúi Kaupþings, rukkar hann mig að fullu. Hvað verður um mismunin? Fellur hann til ríkissjóðs? Sannarlega ekki, þessi mismunur fer allur í sjóði hins erlenda banka!!
Gunnar Heiðarsson, 10.9.2011 kl. 19:04
Gunnar, gömlu bankarnir eiga þá nýju og öll lánasöfnin hafa einungis áætlaðar afskriftir eða varla það vegna þess að ef svo væri þá hefði eiginfjárstaða nýju bankanna verið mjög mikil upphaflega, nánast allt sem að nýji bankinn nær að rukka inn umfram áætlaðar afskriftir fer beint til gömlu þrotabúanna
valli (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 19:46
það er ekki þrotabú Kaupþings sem rukkar mig um húsnæðislánið, sem ég tók reyndar á sínum tíma í KB banka. Rukkunin kemur frá Arionbanka,
Hver er eigandi skuldabréfsins samkvæmt frumriti þess? Þú ert vonandi ekki að afhenda peningana þína einhverjum sem á enga kröfu á hendur þér?
Ég er sjálfur með í höndunum afrit af frumriti skuldabréfs sem á er rituð kennitala lánadrottins með ártalinu 1991. Sá sem er að rukka þessa skuld er hinsvegar með kennitölu frá árinu 2008. Augljóslega er þeim síðarnefnda ekki heimilt að rukka kröfu sem hann á ekki. Sá fyrrnefndi á hinsvegar kröfuna og getur rukkað hana að fullu hvað sem sá síðarnefndi hefur gert í millitíðinni. Varla vill fólk borga skuldir sínar tvöfaldaðar er það nokkuð?
Guðmundur Ásgeirsson, 10.9.2011 kl. 21:01
Það er spurning Guðmundur, hvort maður er að láta hafa sig að fífli.
Þegar ég tók lánið hét bankinn KB banki. Síðan breyttist nafnið í Kaupþing banki, hvort þar var eingöngu um nafnabreytingu að ræða eða hvort ný kennitala fylgdi, veit ég ekki. Það er hins vegar ljóst að þegar Kaupþing féll og Arion var stofnað á rústum þess, varð kennitölubreyting. Það hefur engin tilkynning komið til mín um breytingu á eignarhaldi yfir skuldabréfinu, þannig að ég geri ráð fyrir að það sé enn með kennitölu Kaupþings, eða KB banka, ef kennitölubreyting hefur orðið þar.
Því miður, kannski, hef ég staðið í skilum á láninu allann tímann. En það er full ástæða til að kanna þetta mál frekar, áður en lengra verður haldið.
Gunnar Heiðarsson, 10.9.2011 kl. 21:29
Þar sem fer þó mest í taugarnar á mér er að vita til þess að Arionbanki fékk þetta skuldabréf með afslætti, en rukkar mig að fullu. Ég vil borga mínar skuldir, en ekkert umrfram það.
Það er varla til of mikils ætlast af Arionbanka að hann noti hluta þess afsláttar sem hann fékk á skuldabréfinu, til leiðréttingar þeirrar stökkbreytingar sem lánið varð fyrir við bankahrunið.
Ég fer ekki fram á að fá þann afslátt sem bankinn fékk, að fullu, einungis að lánið verði fært til þeirrar stöðu sem ráð var fyrir gert að það yrði við eðlilegar aðstæður, þegar það var tekið.
Þetta getur varla talist ósanngjörn krafa.
Gunnar Heiðarsson, 10.9.2011 kl. 21:37
íbúðarlánasjóður eru með langflest lánin. að ráðast á vogunarsjóði er lýðskrum.
Sleggjan og Hvellurinn, 10.9.2011 kl. 23:17
"stærsta vandamál á Íslandi er hugarfarsleg eitrun hjá venjulegu fólki sem er kölluð "þrælslund"
Hárrétt hjá þér Óskar Arnórsson!
Við látum fara illa með okkur og gerum ekkert í því. Svona eru Íslandingar, því miður :-(
Margrét S (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.