State 51 eða region 29
10.9.2011 | 16:41
Þeir sem vilja að Ísland gangist undir ægivald ESB hafa haldið uppi hinum ýmsu rökum fyrir sínum málflutningi, mis gáfulegum en öll koma þó að sama markinu, þetta fólk fyrirverður sig fyrir uppruna sinn og föðurland.
Því er í hugum þessa fólks eina lausnin að gangast undir erlend yfirráð. Hellst vill það að Ísland verð 29. héraðið í ESB, en til vara hafa sumir nefnt að ef það gangi ekki upp verðum við að sækjast eftir því að fá að vera 51. ríki USA. Hvorugur kosturinn er andaðildarsinnum að skapi.
Nú er klifað á því að þeir sem á móti aðild að ESB séu "einangrunarsinnar". Það þekkist vart meiri einangrun en sú þjóð sem afsalar sér fullveldi sínu. Þetta eru mörg dæmi um, m.a. Nýfundnaland. Það afsalaði sínu fullveldi og tapaði öllu.
Flest lönd ESB eru nú í baráttu, sérstaklega þau lönd sem hafa tekið upp evru. Ekki er enn séð fyrir endann á þeirri krísu sem ESB lönd eru komin í, en ljóst að þegar upp verður staðið mun Evrópa líta öðruvísi út en nú.
Hvort evrulöndum verði skipt í tvo eða fleiri hópa, eða hvort evrunni verði einfaldlega fórnað, er ekki hægt að segja nú.
Í dag er ESB í raun tvískipt, þau lönd sem hafa evru og hin löndin. Ef evrusvæðinu verður skipt upp mun ESB skiptast enn frekar.
Sú krafa sem Angela Merkel hefur verið að leggja fram, um enn frekari sameiningu evrulanda, undir einni stjórn, gengur ekki upp. Fyrir það fyrsta er orðið of seint að fara þá leið, hún hefði þurft að koma til strax við upptöku evrunnar, en einnig gengur þetta ekki upp vegna þeirra þjóða sem ekki notast við þennan gjaldmiðil. Þá væru skilin milli evrulandanna og hinna innan ESB orðin það mikil að vart væri um að ræða sameiginlegan grundvöll lengur.
Nú er það svo að þegar Samfylkingin nauðgaði umsókn um aðild að ESB í gegnum þingið, með hótunum, var allt önnur staða í Evrópu en nú. Þær væringar sem nú eru innan ESB eru fjarri því búnar og enginn veit endlok þeirra.
Því má segja með sanni að Ísland sé að sækja um aðild að einhverju sem enginn veit hvað er, ef það verður þá til þegar "samningum" líkur.
Ef við værum með örfáa menn við þetta verkefni og kostnaður væri í lágmarki, væri svo sem allt í lagi að halda þessu opnu, meðan séð verður hver þróun ESB mun verða. En það er öðru nær, stór hluti stjórnkerfisins er undirlagður vinnu vegna þesa máls og stórum upphæðum er varið til þeirra, upphæðum sem betur væri varið til annara og nærtækari verkefna. Það sem kórónar þó ruglið er að Ísland verður að aðlaga sitt laga og regluverk við það sem gildir innan ESB meðan á viðræðum, sem enginn veit hvernig enda, stendur.
Þá litar umsóknin allt starf ríkisstjórnarinnar, ekkert er gert nema full vissa sé að það muni ekki trufla umsóknarferlið.
Það sem er þó alvarlegast er að þetta mál hefur myndað gjá milli fólks í landinu, klofið þjóðina í tvennt. Annars vegar er hávær minnihlutahópur sem krefst þess að málið verði keyrt í gegn og hins vegar er stór meirihluti sem vill bíða og sjá til, sjá hver örlög ESB verða og sjá hvað það er sem við ætlum að gangast undir. Við þurfum síst á því að halda nú að í landinu séu tvær þjóðir.
Það er algjörlega glórulaust að halda áfram þessu ferli. Strax á að stöðva viðræður og draga til baka umsóknina. Ekki á að fara af stað í slíkt ferli aftur nema fyrir liggi vilja þjóðarinnar. Sá vilji er einungis kannaður með kosningu. Það er hið eina sanna lýðræði!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.