Að dýrka Mammon
8.9.2011 | 16:37
Það er orðin skæð Mammonsdýrkun þegar gjaldmiðill er tekinn umfram lýðræðið.
Forusta ESB, einkum Angela Merkel, hafa kallað eftir aukinni yfirstjórn ESB yfir þjóðríkjum þess. Hún kallar eftir auknu valdi til að sekta þau ríki sem ekki fara að skipunum ESB. Þetta kallast að hefta lýðræðið.
Þessi höft á lýðræðið vill þetta fólk setja til að viðhalda gjaldmiðli.
Það hefur verið leint og ljóst unnið að svonefndu "Evrópuverkefni", allt frá stofnun Stál og kolabandalagsins. Verkefnið er að vinna að sameiningu Evrópu í eitt ríki. Þetta hefur verið gert í nokkrum áföngum og við hvern áfanga er minna lýðræði en áður.
Síðasta skrefið sem stigið var á þessari vegferð var Lisabonsáttmálinn. Hann var samþykktur án aðkomu þegna flestra ríkja ESB. Sá sáttmáli gefur ráðherraráðinu og framkvæmdarstjórninni nánast yfirvald yfir ríkjum ESB, auk þess sem sáttmálinn eykur vægi stærri ríkja ESB á kostnað hinna minni á Evrópuþinginu.
En nú er kallað eftir meiri völdum, kallað eftir algeru alræði.
Dýrkun á Mammon er hættuleg.
![]() |
Evran meira en bara gjaldmiðill |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.