Smá misskilningur

Össur er eitthvað að misskilja út á hvað aðildarumsóknin gengur. Hann virðist telja að helst þurfi að vinna þessari umsókn fylgis erlendis. Hefur hann í þeim tilgangi ferðast vítt og breytt um Evrópu, nú síðast til Ítalíu, þar sem hann hitti Frattini utanríkisráðherra.

Það er hins vegar hér á landi sem stuðninginn vantar. Það eru Íslendingar sem ekki vilja að Ísland gangi í ESB. Sem ráðherra í ríkisstjórn Íslands ætti Össur frekar að reyna að auka fylgið hér heima.

Hvort einhver ríki hinna 27, sem nú eru í ESB, styðji aðild okkar eða ekki, er ekki á könnu Össurar, ekki fyrr en vilji íslensku þjóððarinnar liggur fyrir.

Hver tilgangur þessa er hjá Össur er erfitt að átta sig á og sjálfsagt veit hann það vart sjálfur.

Meðan tveir þriðju hluti þjóðarinnar er andvígur aðild og yfir 60% vill draga umsóknina til baka, hefur Össur ekkert að gera við að stunda flakk um heiminn í þeim tilgangi að vinna umsókninni fylgi þar. Hann á að vinna að málinu hér heima.

Fyrsta verkið væri að koma hreinn til dyranna og segja fólki út á hvað umsóknin raunverulega gengur. Það er hugsanlegt að ef Össur hefði beytt þeim vinnubrögðum, væri fylgið við aðild meira en raun er.

Það hefur aldrei verið vænlegt til árangurs að skrökva!


mbl.is Ítalir styðja aðildarumsóknina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband