Óvirðing "meirhlutans" við Alþingi

Það er ekki mikil reisn yfir "meirihluta" ríkisstjórnarinnar. Rífst og skammast í ræðustól Alþingis, ekki út í stjórnarandstöðuna, heldur ráðherra ríkisstjórnar. Orðfærið er með þeim hætti að forseti Alþingis neyðist til að reka "meirihlutann" úr ræðustól!!

Og tlefnið? Jú "meirihlutinn" er ósáttur við að geta ekki komið sínum persónulegu áhugamálum að, ósáttur við að ekki skuli vera hlaupið undir bagga hjá vinum hans.

Ríkisstjórnin getur lítið gert því hún getur ekki án "meirhlutans" verið. Án hans er stjórnin fallin.

Hvernig getur Alþingi haldið virðingu sinni gagnvart almenningi, þegar þeir sem þar starfa haga sér með slíkum hætti?!


mbl.is Þráinn rekinn úr ræðustól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Hvaða virðingu?????????????

Magnús Ágústsson, 8.9.2011 kl. 14:13

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Á það ber að líta að það var varaforseti kjörinn af stjórnarandstöðunni sem ekki þoldi að Þráinn, í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina, notaði sögnina að slátra, gott og gilt íslenskt orð, ódónalegt með öllu.  Forseti fór offari.

Hvort það var af umhyggju fyrir ríkisstjórninni eða af einhverju öðrum hagsmunum, sem forseti gekk þetta langt, skal ósagt látið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2011 kl. 14:48

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Slátra er gott og gilt orð Axel, en það er tenging þess við málflutning sem mestu máli skiptir.

Að segja að forseti Alþingis hafi farið offari og gefa í skyn að það hafi verið af pólitískum hvötum er frekar ósmeklegt. Hvað er þá hægt að segja um klukknahlljóm aðal forseta þingsins?

Gunnar Heiðarsson, 8.9.2011 kl. 15:25

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Þarn sýndi forseti alþingis mother fucking dónaskap og heimsku..

hilmar jónsson, 8.9.2011 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband