Hinn súri sannleikur
5.9.2011 | 20:03
Aðildarsinnar og einkum þó Össur Skarphéðinsson hafa haldið því fram að ekki væri um aðlögun að ræða á meðan á samningum standi. Þessu hefur þetta fólk haldið fram þrátt fyrir að allir talsmenn ESB, sem hafa tjáð sig um málið, haldi öðru fram. Svo rammt hefur þessi málflutningur Össurar verið að hann hefur verið leiðréttur á fréttamannafundi erlendis af talsmanni ESB, en komið síðan hingað heim og haldið áfram þessu rugli.
Nú er orðið ljóst að ekki verði opnað fyrir viðræður um 11. kaflann nema fyrir liggi áætlun um breytingar á lögum og reglum um landbúnað hér, samkvæmt þeim skilyrðum sem ESB setur.
Utanríkisráðuneytið kýs að mistúlka þessi skilyrði og bæta við þau. Það segir að fyrir þurfi að liggja áætlun sem taki á um hvernig þessum skilyrðum verði uppfyllt þegar samningur tekur gildi, eftir kosningu þjóðarinnar um hann. Hvergi er minnst á neina kosningu í þessum skilyrðum um upptöku 11. kafla viðræðnanna og skýrt kemur fram að fyrir þurfi að liggja áætlun um hvernig, stig af stigi þessi aðlögun fer fram og að henni verði lokið við lok samnings.
Það er himinn og haf á milli krafna ESB og túlkunar utanríkisráðuneytisins á þeim. Þennan mun þarf vissulega að skýra.
Hann er súr þessi sannleikur fyrir aðildarsinna, sem nú þurfa að finna sér einhver rök fyrir því að sjálfsagt sé að aðlaga regluverk okkar að ESB, hvort sem um aðild verði eða ekki. Það gæti reynst nokkuð snúið að finna þau rök, einkum vegna þess að þau rök þurfa einnig að rúmast innan þess ramma sem samninganefndinni er markaður af Alþingi.
Auðvitað væri hægt að veita samninganefndinni nýtt umboð, eins og einn fulltrúi hennar hefur marg kallað eftir í ritum sínum í fjölmiðla. Þá er málið tekið upp á Alþingi af utanríkisráðherra og það kýs um hvort samninganefndin fái endurnýjað umboð til áframhaldandi viðræðna, samkvæmt kröfum ESB. Eins og staðan er í dag hefur nefndin ekkert umboð lengur.
Þessi staða sem nú er komin upp skýrir þær látlausu árásir sem landbúnaðurinn á Íslandi hefur orðið fyrir undanfarnar vikur af hálfu þeirra sem vilja ganga í ESB. Þar hefur verið beytt hinum ýmsu fræðingum, sem margir hverjir hafa þurft að kasta frá sér fræðunum til að tala fyrir málstaðnum.
Við skulum heldur ekki gleyma þeirri staðreynd að eingöngu er verið að deila um skilyrðin til að 11. kaflinn verði opnaður, en honum þarf einnig að loka svo viðræður geti haldið áfram. Það verður því algerlega á valdi ESB hvort samningsviðræður haldi áfram nema það verði sýnt í verki að við séum að aðlaga okkar regluverk samkvæmt þeirra vilja.
![]() |
Vilja nánari skýringar frá ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það þarf að liggja fyrir áætlun.
Það er ekki krafa um breytingar..... ekki fyrr en þegar við göngum inn í ESB.
Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2011 kl. 21:13
Hér er linkur á bréfið frá Jan Tombinski.
Það er hvergi minnst á kosningu hér á landi í því bréfi.
Hins vegar segir Jan í bréfinu að fyrir þurfi að liggja áætlun um hvernig aðlögunin, stig af stigi, þannig að hún hafi tekið gildi að fullu við upphaf aðildar, verði framkvæmd.
Það verður ekki skilið á annan hátt en að aðlaga þurfi Íslengst regluverk áður en samningur tekur gildi.
Gunnar Heiðarsson, 5.9.2011 kl. 21:43
nei alls ekki.
þú ert að misskilja.
Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2011 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.