Fer eftir því að hverju er stefnt
28.8.2011 | 14:17
Enn eru að koma fram hinar ýmsu og furðulegustu ályktnir og samþykktir af flokkráðsfundi VG.
Hvernig VG liðar fá það út að "ótvíræður árangur" hafi náðst í skattamálum er ekki gott að segja, nema auðvitað að tilgangurinn sé að stöðva allt atvinnulíf af og koma fjölskyldum landsins á kaldann klaka. Þá hefur vissulega náðst góður árangur. Ef hins vegar ætlunin er að ná þjóðinni út úr þeirri kreppu sem ríkir, er árangurinn slæmur, verulega slæmur og megin ástæða þess er skattpíningarstefna ríkisstjórnarinnar.
Margar undarlegar ályktanir komu fram á fundi VG liða og margar þeirra gagnrýni á ríkjandi stjórnvöld. Ekki virðist sem flokksráð VG sé í ríkisstjórnarsamstarfi. Ekki er að sjá að flokksráðið átti sig á að innan þess eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar og formenn ýmissa nefnda Alþingis, s.s. utanríkismálanefndar og fjárlaganefndar.
Flestar ályktanir og samþykktir flokksráðs VG er í algerri andstöðu við verk þeirrar ríkisstjórnar sem flokkurinn á aðild að og minnir frekar á lélega stefnuskrá fyrir kosningar. Hugsanlega eru fulltrúar VG loks búnir að átta sig á að dagar ríkistjórnarinnar eru taldir og að flokksráðið því farið að undirbúa næstu kosningar.
Það er þó virkilega sérstakt að ekki skuli vera minnst einu orði á aðlögunarferlið að ESB. Því hlýtur maður að spyrja sig hvort VG hafi breytt um stefnu gagnvart ESB, hvort flokkurinn sé kominn á þá skoðun að best sé að ganga í ESB. Það kæmi ekki á óvat þó stefnubreyting yrði hjá flokknum á þeim vettvangi.
Hringlandaháttur þessa fólks er með þeim hætti að ekkert kemur lengur á óvart.
Ótvíræður árangur í skattamálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi fjármálaráðherra myndi standa á höndunum til þess að færa rök fyrir að þyngdarafl Newtons sé þvættingur. Slík er vitleysan sem vellur út úr honum.
Sumarliði Einar Daðason, 28.8.2011 kl. 15:30
Formaður fjárlaganefndar er Oddný Harðardóttir sem er í Samfylkingunni, ekki VG. Vildi bara að benda svona á það;)
Skúli (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 00:16
Salfylingingin eða WC... er það ekki eitt og hið sama. Gamall saur á gömlum bleium í stað nýss víns á gömlum belgjum?
Hér er verið að reyna til hins ítrasta að endurtaka Göbbels/Göring áætlanir 3ja ríkisins með þjóðernishreinsunum undir þungum áróðri "jöfnuðar".
Óskar Guðmundsson, 29.8.2011 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.