Byggð á sandi

Jónas Kristjánsson hefur aldrei legið á skoðunum sínum, jafnvel þó þær hafi á stundum verið undarlegar. Sjaldan hef ég verið sammála blaðrinu í honum, en nú get ég tekið undir með honum, þó einungis að hluta.

Ég er sammála Jónasi um það að þessi tillaga ráðsins veitir stjórnvöldum og dómstólum meira vald en nú er og því ekki til að auka lýðræðið.

Ég er sammála Jónasi um að ýmsar greinar tillögunnar eru skildar eftir of loðnar og því ekki til þess fallnar að vera yfir önnur lög hafin, að vera æðst allra laga.

Ég er ekki sammála Jónasi um að tillagan sé gerræðisleg, heldur er þetta plagg frekar samsuða 25 einstaklinga sem höfðu mismunandi sýn á verkefnið.  

Ég er heldur ekki sammála Jónasi um að þessi tillaga hafi átt, eða taki á, þætti stjórnarskrárinnar í hruninu. Það eru engin atriði í stjórnarskránni, utan eitt, sem hægt er að tengja hruninu. Það eru engin viðurlög í núgildandi stjórnarskrá ef hún er brotin. Þau viðurlög er ekki heldur að finna í tillögum ráðsins. Það var nefnilega ekki stjórnarskráin sjálf sem brást í undanfara hrunsins, heldur sú staðreynd að ekki var farið eftir henni. Enginn hefur enn getað bent á annað. Því miður hafa núverandi stjórnvöld þó ekki lært af þessu, þar sem engin ríkisstjórn hefur jafn oft brotið eða farið á svig við stjórnarskránna, á jafn stuttum tíma og núverandi ríkisstjórn. 

Það sem einkennir þessa tillögu ráðsins er sá stutti tími sem það fékk. Sumar greinar hennar stangast á, orðalag er loðið, greinar opnar og því ekki marktækar. Þetta ber merki þess tímaramma sem ráðinu var skammtað, enda lá á að koma þessu í gegn.

Fullnaðarsigur varð þó hjá þeim sem vilja afsala fullveldinu, þar var ekkert gefið eftir.

Þó verður að segja að ýmislegt athyglisvert kemur fram í tillögunum sem nýta mætti við gerð eða breytingu stjórnarskrár, telji menn nauðsyn þess. 

Stjórnarskrá á að vera stutt og markviss. Hún á að taka með afgerandi hætti á því sem þar kemur fram, ekki á að heimila neina undankomu frá þeim greinum sem í henni eru. Og umfram allt á að vera skýr ákvæði um hvernig skuli með fara, ef einhver telur brot á stjórnarskrá hafi farið fram og hver viðurlögin við þeim brotum skuli vera.

Tillaga ráðsins uppfyllir engin af þessum atriðum.

Því vantar grunninn undir þessa tillögu, þetta er eins og hús sem byggt er á sandi. Hornsteinninn hefur ekki enn verið lagður.

 


mbl.is „Stjórnarskrá gerræðisríkis“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar.

Ágæt grein hjá þér og er ég henni að mörgu leyti sammála.

Hugsanlega má endurnýta eitthvað af þessum tillögum til að gera góða stjórnarskrá, eins og þú segir í lok greinarinnar, því að þarna er ýmislegt innan um af ágætum tilllögum.

Ég vil nú líkja Stjórnlagaráðinu við hafskip, þ.e. M.S Stjórnlagaráð RE 25 og tillögur ráðsins eru afurðirnar eða farmur skipsins.

Þó að í lestum skipsins sem nú hefur nýlega látið úr höfn sé margt ágætra afurða, þá er það því miður samt svo að í lestunum hefur einnig verið komið fyrir og smyglað líki, einskonar Samfylkingar-líki og þar á ég við umdeildu tillögurnar um fullveldisframsal.

Slíkt skemmdarverk mun örugglega verða til þess að þetta hafskip M.S. Stjórnlagaráð RE 25, verður eitt af þeim skipum sem aldrei landi ná !

Gunnlauguri (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband