Það er aumt að kenna öðrum um eigin aumingjaskap
26.7.2011 | 07:33
Kristján Möller telur of flókið stjórnkerfi valda töfum í framkvæmdum hér á landi og tekur sem dæmi Umhverfsstofnun, þar taki hlutir oft langann tíma.
Umhverfisstofnun, sem og aðrar ríkisstofnanir, vinna eftir lögum og fáir efast um heilindi þeirra sem þar starfa þó vissulega mætti oft á tíðum hraða málum gegn um þær stofnanir. Það er þó ekki vegna þessa sem framkvæmdir tefjast fram úr hófi.
Tafir á framkvæmdum hins opinbera er af allt öðrum toga. Þar kemur fyrst og fremst til ágreiningur innan stjórnarliðsins. Þetta veit Kristján, þó hann velji að nefna það ekki. Skoðanamunur innan stjórnarliðsins er svo mikill að engu er komið í verk. Þessi skoðanamunur er ekki einungis milli stjórnarflokkana, heldur einnig innan þeirra.
Það þarf ekki að skoða fréttir lengra en eina viku aftur í tímann til að sjá þennan ágreining, en ráðherrar VG hafa opinberlega sett fram andstæða skoðun á því hvernig staðið skuli að byggingu á nýju fangelsi. Á meðan gerist ekkert!
Þannig hefur saga þessarar ríkisstjórnar verið frá upphafi, ekkert hægt að gera vegna ágreinings innan stjórnarliðsins. Í öllum stærri málum sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir þingið hefur hún þurft að reiða sig á velvilja einhverra þingmanna stjórnarandstöðunnar!
Það er því aumt af Kristjáni að kenna stofnunum ríkisins um þessar tafir, þær eru eingöngu til komnar vegna ósamstöðu þeirra sem mynda meirihluta á Alþingi.
Þar er hann sjálfur sekur!
|
Of flókið stjórnkerfi tefur framkvæmdir |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |


thjodarheidur
samstada-thjodar
amason
bofs
marinogn
zumann
svarthamar
benediktae
johanneshlatur
bjarnihardar
einarvill
ea
beggo3
johanneliasson
heidarbaer
ksh
thordisb
athena
kristinn-karl
eeelle
bassinn
stjornuskodun
seinars
sisi
baldher
ludvikjuliusson
valli57
gustafskulason
krist
tikin
fullveldi
diva73
keli
johannvegas
jonvalurjensson
kristjan9
nafar
snorrihs

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.