Undarleg samantekt huldumanna

"Starfshópurinn" hefur gefið út stóra dóminn. Almennigur á að hætta að röfla, fyrir hann skal ekkert gert, frekar en áður!

Það er annars merkileg niðurstaða sem frá þessum "starfshóp" kemur og ljóst að hópurinn hefur látið fagleg sjónarmið víkja fyrir pólitískum.

32 blaðsíðna skýrsla "starfshópsins" er full af texta, línuritum og töflum. Þar er sömu upplýsingum velt upp aftur og aftur, upplýsingum sem hæglega hefði verið hægt að koma fyrir á einu A4 blaði. Fyrir þetta fá þeir sem skipaðir voru í "starfshópinn" sjálfsagt vel borgað, en enginn þeirra þorir þó að setja nafn sitt undir skýrsluna. Er nema von!

"Starfshópurinn" segir að hækkun eldsneytis sé komin til með að vera og því ekki ástæða til að gera neitt frekar til lækkunar. Þetta hefðu flestir hugsandi menn einmitt talið sterkustu rökin fyrir endurskoðun skattálagningar ríkissjóðs, en sem kunnugt er fær ríkið virðisaukaskatt og hækkun hans er í beinu samhengi við erlendar hækkanir. Því fitnar ríkissjóður um eina krónau af hverjum fjórum sem eldsneytið hækkar, einungis vegna virðisaukaskattsins.

Þá er ekki að sjá að "starfshópurinn" hafi neitt skoðað verðmyndun hjá olíufélugunum eða þá "samkeppni" sem á þeim markaði er. Fyrir leikmann er erfitt að sjá neina samkeppni á þeim vígstöðum, þegar eitt félag hækkar hafa önnur hækkað sína verðskrá innan sólahrings og verðmunur milli félaga er einungis upp á nokkra aura!

Staðreyndarvillur hópsins eru þó með ólíkindum. Það segir m.a. að 20 kr. lækkun á bensínskatti í desember 2010 hafi verið horfin í byrjun apríl. Þvílíkt rugl! Væntanlega væri verð á bensíni nú rúmlega 20 kr. hærra ef ekki hefði komið til sú lækkun! Reyndar er merkilegt ef skoðuð er vefsíðan hjá Skeljungi að þessi lækkun kemur ekki fram í verðlista þeirra. Þar var verðið á bensíni 207.80 í byrjun mánaðar en 214,20 við áramót. Mesta lækkun í desember hjá Skeljungi 2.30, snemma í mánuðnum. Það er því spurning hvort olíufélögin hafi hirt þessa lækkun til sín, eða hvort "starfshópurinn" fari með staðlausa stafi!

Þá kemur stæðsta lygin, þegar því er haldið fram að þeir skattar sem eiga að vera eyrnamerktir viðhaldi og endurnýjun vegakerfisins dugi ekki til og að vegagerðin hafi safnað upp skuldum upp á 14 milljarða vegna þessa. Það vita allir að sá skattur sem á að renna til vegagerðar er notaður í annað, þess vegna safnar Vegagerðin upp skuldum, hún fær ekki það fjármagn sem henni ber! Ef allur skattur sem innheimtur er af eldsneyti og ætlaður er til vegagerðar væri nýttur í þeim tilgangi, væri búið að malbika hvern einasta vegspotta á landinu og leggja fjórar akreinar um alla fjölförnustu vegi landsins. En því miður er þetta fé notað til annara hluta, s.s. ofvaxna og útbólgna utanríkisþjónustu. Þá má ekki gleyma virðisaukaskattinum en hann mallar og mallar og gefur ríkinu mikla fjármuni.

Þá nefnir "starfshópurinn" þá mýtu sem fjármálaráðherra hefur svo oft nefnt. Að verð á eldsneyti hér á landi sé síst hærra en í þeim löndum sem næst okkur liggja. Þarna er horft á krónur og aura. Ef vilji er til að bera saman verðlag hér á landi við önnur lönd er það sjálfsagt mál, en þá verður líka að reikna dæmið til fulls. Þar koma tekjur launþega í þessum löndum vissulega sterkt inn í dæmið! Einnig verður að reikna áhrif eldsneytisverðs á aðra þætti þjólfélagsins og bera það saman við þessi draumalönd sem menn kjósa.

Hvað fær Bretinn marga lítra af eldsneyti fyrir hverja unna klst., eða Svíinn? Hvaða áhrif hefur hækkun á eldsneyti á vöruverð í Manchester, eða Karlstad, miðað við þau sömu áhrif á Akureyri eða Egilstöðum? 

Ef "starfshópurinn" vill láta taka sig alvarlega hefði þessum spurningum verið velt upp, ásamt ýmsum öðrum sem skipta máli hér á landi. En það var víst ekki beðið um slíkt. Það var einungis beðið um niðurstöðu sem væri Steingrími þóknanleg.

Er nema von að "starfshópurinn" vilji ekki setja nöfn sín undir þetta plagg, þeir treysta á að gagnsæjið í stjórnarráðinu haldist áfram jafn gott og hingað til. Þá þurfa þeir ekki að óttast að starfsheiður þeirra skaðist!

 


mbl.is Ekki skammtímalausnir til að lækka olíuverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það er engu líkara en fjármálaráðuneytið sé orðið pólitískt, líkt og Seðlabankinn. Ég er alveg hættur að taka fyrrnefndar stofnanir alvarlega.  

Málið er að það er ekki orð að marka orð vinstri manns um efnahagsmál enda sést núna að öll þeirra ráð virka ekki eins og allir sem vilja sjá núna á stöðunni í landinu.

Það verður gaman að sjá í lok árins hve samdráttur í bensínsölu hefur orðið mikill í % en í kringum áramótin, rétt fyrir hækkunina miklu, gerði fjármálaráðuneytið ráð fyrir 3% aukningu sem allir heilvita menn sáu að var alger della. Hvað ætla þessi höfðingjar nú að gera til að stoppa í sístækkandi fjárlagagat? Hætta skatta enn meira?

Vanhæfni þessarar stjórnar er svo mikil að hún er orðin glæpsamleg!

Helgi (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband