" Hin tæra vinstristjórn "
12.6.2011 | 09:02
Gjöld ríkissjóðs lækka umfram tekjulækkun, það er gott, ef ekki kæmi til sú staðreynd að svo virðist sem gjaldaliðir vegna almennrar opinberrar þjónustu, löggæslu, heilbrigðismála, íþrótta og trúmála og almannatrygginga skuli vera einu gjaldaliðir ríkissjóðs þar sem lækkun gjalda kemur til.
Almenn opinber þjónusta ásamt lærri vaxtagjöldum er uppistaðan í gjaldalækkun ríkissjóðs. Aðrir gjaldaliðir standa í stað. Þetta sýnir enn og aftur forgangsröðun "hinnar tæru vistristjórnar".
Að tekjuliðir ríkissjóðs skuli lækka er aftur alvarlegra. Það má svo sem segja að það komi ekki á óvart, margir hafa varað við þeirri þróun. Ofurskattastefna leiðir alltaf til tekjurýrnunar ríkissjóðs. Þetta er þekkt staðreynd öllum nema "hinni tæru vinstristjórn". Þar eru rök og staðreyndir ekki höfð í hávegum. Hin pólitíska "réttsýni" skiptir þar öllu máli.
Þessi ríkistjórn hefur haldið öllu í frosti, engin uppbygging á sér stað og má þar fyrst og fremst kenna ofurskattastefnunni. Þeir einstaklingar og þau fyrirtæki sem hafa kost á flýja land, hafa gert það og við hin sem eftir sitjum verðum þurfum að taka á okkur sífellt meiri byrgðar. Eignir okkar hafa verið færðar bönkum og við orðin þrælar þess tvíeykis sem landinu stjórnar, fjármálastofnana og "hinnar tæru vinstristjórnar".
"Hin tæra vinstristjórn" er á leið með þjóðina til glötunnar!!
Tekjur ríkisins lækka en gjöld lækka meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.