Hinir óskeikulu Þjóðverjar

ecoliSá merkilegi atburður skeði að mannskæð E-coli sýking (saursýking)  kom upp í Þýskalandi. Þetta er eitthvað sem ekki á að geta skeð, ekki hjá hinum óskeikulu Þjóðverjum.

Og þeir voru fljótir að taka á málinu, það var gert af myndarskap og ekki verið neitt að bíða. Sýkingin var Spánverjum að kenna! Það voru agúrkur frá Spáni sem ollu sýkingunni, enda útilokað að slík sýking gæti komið upp hjá óskeikulum Þjóðverjum.

Það merkilega var þó að enginn hafði sýkst á Spáni. Einungis í Þýskalandi.

Auðvitað urðu Spánverjar að farga allri sinni uppskeru, enda sögðu hinir óskeikulu Þjópðverjar að sýkingin kæmi frá Spáni. Það þíðir ekki að deila við yfirvaldið!

Nú hefur komið í ljós að þessi sýking er alls ekki frá Spáni komin, en hinir óskeikulu mæla samt með að ekki skuli neytt ávaxta frá Spáni, svona til öryggis. Öryggi er jú ofarlega í hugum Þjóðverja.

Eftir standa spænskir bændur með stórann skaða. Ekki er enn vitað hvaðan sýkingin kemur og enn er fólk að smitast.

Sú staðreynd að sýking verður einungis innan Þýskalands, bendir óneitanlega til að upptök hennar séu þar. Því fyrr sem Þjóðverjar viðurkenna að þeir gætu hafað gert mistök, að þeir séu kannski ekki eins óskeikulir og þeir sjálfir telja, því fyrr er hægt að komast fyrir sýkina. En meðan upptakana er leitað utan Þýskalands, meðan Þjóðverjar ekki viðurkenna að hugsanlega gætu upptökin verið hjá þeim sjálfum, heldur fólk áfram að smitast.

 


mbl.is Íhuga að fara í mál við yfirvöld í Hamborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Áður en haldið er af stað til að kenna einhverjum um, myndi ég álíta að það þyrfti að rannsaka þetta eins og sakamál eða jafnvel morðmál. Hvað borðaði fólkið og finna síðan út hvað gæti mögulega verið sameiginlegt. Tæknin í dag virðist ráða yfir slíkum samanburði.

Maður botnar eiginlega ekkert í, afsakið, því sleifarlagi að skella þessu bara í snarhasti á Spánverja og setja þar með agúrkubændur og mögulega ávaxtaræktendur  á hausinn, par exellence. Ég er hrædd um að við yrðum ekki  ánægð ef við fengjum svona kveðju frá hinum "sískítandi" Þjóverjum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.6.2011 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband