Rekadrumbur í auga Ólínu Þorvarðardóttur
1.6.2011 | 12:45
Sumum er sannleikurinn sár og þeir vilja sem minnst vita af honum. Það fólk kærir sig ekki um umræðu, vill hefta frjálsa tjáningu.
Ef það telst umræðuFASISMI þegar fólk tjáir sig og segir sína skoðun, ef það er umræðuFASISMI ef þeir sem ekki eru réttu meginn "sannleikans" tjá sig, vill ég glaður falla undir þá skilgreiningu. En auðvitað er það ekki svo. Ef hægt er að tala um umræðuFASISMA þá á það orð miklu fremur um þá sem vilja hafa bönd á umræðunni, vilja stjórna því sem sagt er.
Sem betur fer er netið komið til og auðveldar það mörgum að koma sínum skoðunum á framfæri. Netið er að sama skapi enn frekara aðhald að stjórnvöldum.
Það sem er þó merkilegt við þessa frétt er að sá þingmaður sem oft á tíðum hefur gengið mjög langt í upphrópunum, fordæmingum og jafnvel persónulegum níðum, skuli nú gagnrýna slíka umræðu!
Ólína Þorvarðardóttir segir að menn eigi auðvelt með að sjá flísina í auga náungans en sjá ekki bjálkann í sínu eiginn. Hún ætti að líta í spegil, þá sér hún kannski rekadrumbinn sem stendur í hennar eigin auga!
![]() |
Segir umræðufasisma á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ólína sem kúgaði þjóðina í bæði EU- og ICESAVE málunum hefur ekki efni á dæma neinn fyrir níð.
Elle_, 1.6.2011 kl. 18:40
Þér væri nær að nefna einhver dæmi um "upphrópanir" Ólínu Þorvarðardóttur. Ég hef fylgst með henni á þingi og fullyrði að hún er mjög málefnalegur þingmaður, föst fyrir og ákveðn, en alltaf kurteis og rökföst.
Þórunn (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.