Fénu væntanlega betur varið í annað

Arnar Sigmundsson er ósáttur við að lífeyrissjóðirnir taki þátt í að hjálpa illa stöndugum fjölskyldum landsins, hann telur væntanlega að fénu sé betur varið til að styrkja hans eigið fyrirtæki!

Það er magnað að atvinnurekendur skuli vera með puttana í eigum launþega. Það eru launþegar sem eiga lífeyrissjóðina, fé sjóðanna myndast vegna þess hluta launa sem af fólki er tekið og lagt til sjóðanna. Atvinnurekendur eiga ekki eina krónu í þessum sjóðum!

En þeir hafa þó tögl og haldir í stjórnum þeirra, enda rekstur flestra lífeyrissjóða einna líkastur bókhaldi illa haldins spilafíkils. Þar er lagt fé í vafasamar fjárfestingar og stór fé tapast vegna þessa. Þegar til kemur að sjóðunum er ætlað að láta örlítið af innistæðum sínum til að aðstoða eigendur þeirra, launafólkið, láta stjórnendur sjóðanna, einkum fulltrúar þeirra sem ekkert eiga í þeim, eins og verið sé að kippa öllum rekstrargrundvelli undan sjóðunum.

Arnar vælir vegna þess að lífeyrissjóðunum, sem hann á ekki eina króni í, er ætlað að láta fjölskyldum landsins til 1,7 milljarða. Á sama tíma er ekkert mál að leggja yfir 30 milljarða í fyrirtæki í eigu erlends fjárglæframanns. Það er í lagi að styrkja slíka menn um tugi milljarða, en launafólkið á ekki að fá neitt. Það verður bara að sætta sig við að lífeyrisréttindi þeirra séu skert! Og það vegna þess að þeir sem ekkert eiga í sjóðunum eru að nota fé þeirra í vafasamar og oft á tíðum vonlausar fjárfestingar.

Að atvinnurekendur skuli getað leikið sér þannig með eignir launþega er gjörsamlega glórulaust!!

 


mbl.is Mikill munur á fjármögnun og skatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband