Þorsteinn Pálsson ?

Það vekur sífellt meiri furðu hvernig stóð á því að Þorsteinn Pálsson gat orðið formaður í stæðsta stjórnmálaflokki landsins og ráðherra, meira að segja forsætisráðherra. Reyndar sprakk sú ríkisstjórn í beinni útsendingu. Þá hefur enginn annar þingmaður verið sjávarútvegsráðherra jafn lengi og Þorsteinn.

Hvernig Þorsteinn talar og tjáir sig nú upp á síðkastið ber ekki merki þess að þar fari maður með mikla reynslu í stjórnmálum. Varla er hægt að kenna aldri og elliglöpum um, maðurinn er einungis 63 ára gamall, á besta aldri.

Þorsteinn skrifar vikulega pistla í Baugsbleðilinn og eru þeir pistlar oft á tíðum frekar einlitir og markast nú upp á síðkastið alfarið af einu og sama málinu, ágæti ESB.

Þau ummæli sem Þorsteinn lét falla í viðtali við fréttamann sjónvarpsstöðvar Jóns Ásgeirs, í gærkvöldi, voru þó til að maður varð orðlaus. Þar hélt hann því fram að meiri líkur væru á að Samfylkingarfólk yfirgæfi flokkinn vegna dugleysis hans í aðildarmálinu, heldur en fólk úr öðrum flokkum gengi til liðs við Samfylkinguna.

Þetta eru vægast satt undarleg sýn sem maðurinn hefur. Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur aðildarumsókn á stefnu sinni. Því vandséð hvert Evrópusinnar ættu að fara annað.

Vel getur hugsast að þingmenn og stuðningsfólk Samfylkingar yfirgefi flokk sinn, en það verður ekki vegna dugleysis í aðildarumsókninni, það verður vegna þeirrar ofstjórnar sem tekið hefur völd í yfirstjórn þessa flokks og svika við fólkið í landinu. Það liggur örugglega þungt á samvisku margra þingmanna Samfylkingar, hvernig ríkisstjórnin hefur hundsað að standa vörð um lítilmagnan. Það verkefni virðist forustan telja vera einungis vera til brúks sem kosningaloforð. Loforð sem síðan þurfi ekki að standa við.

Það er vandséð hvað veldur þessari villusýn Þorsteins. Hann er í samninganefnd Íslands um aðildarumsóknina. Sem slíkur ætti hann að vera í varðstöðu gegn samningsaðilanum, í það minnsta hlutlaus. Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar báðir samningsaðilar sitja sömu megin borðs.

Það leynir sér ekki að Þorsteini er mjög umhugað að við gerumst aðilar að ESB. Svo sterkur er þessi vilji hans að hann treystir ekki lengur eina stjórnmálaflokk landsins sem hefur á sinni stefnuskrá að Ísland gangi í ESB. Stjórnmálaflokk sem hefur þó einungis fimmtung kjósenda að baki sér. Hann telur að þessi eini stjórnmálaflokkur sé ekki nægjanlega stefnufastur í málinu!

Ástin getur verið blind!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband