25% ríkisstjórn

Samkvæmt því sem Atli Gíslason segir fer um 75% af kröftum stjórnvalda í aðlögunarferli ESB. Það segir þá að ríkisstjórni notar einungis 25% af kröftum sínum til að leiða landið út úr kreppunni!

Þetta skýrir ýmislegt, svo sem að ráðherrar skuli láta erlenda vogunarsjóði, undir stjórn þeirra glæpamanna sem eiga allan heiðurinn að upphafi heimskreppunnar, leiða sig á asna eyrunum. Ef ráðherrar ganga bara á 25% afli er ekki von til að þeir hafi getu gegn slíkum glæpagengjum!

Engum, nema kannski Jóhönnu og Steingrími, dytti í hug að hefja langferð á farartæki sem einungis hefur 25% afl!

 


mbl.is ESB-tilskipanir á færibandi á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

ESB - umsóknin er í boði vg - Steingrímur sagði að sinn flokkur hefði fylgt vilja alþings en var það ekki hann sem myndaði þann meirihluta.
EN hafa skal í huga að þjóðaratkvæðagreiðalan er bara ráðgefandi en alþingi tekur endanlega ákvörðun

Óðinn Þórisson, 30.5.2011 kl. 07:39

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sú skelfilega staðreynd er að koma í ljós að ætlunarverk Samfylkingar, sem hefur einungis fimmtung þjóðarinnar að baki sér, mun sennilega takast.

Þessi litli öfgaflokkur hefur flesta fjölmiðla að baki sér, svo leikurinn er mjög ójafn.

Gunnar Heiðarsson, 30.5.2011 kl. 07:48

3 identicon

Þetta hefur ekkert með Samfylkinguna eða Vg að gera, EES samningurinn gerir einfaldlega ráð fyrir því að við samþykkjum allar lagatilskipanir frá ESB hvort sem okkur líkar betur eða verr og allt sem Atli Gíslason segir um þetta mál er einfaldlega áróður af verstu gerð. Væri nú ekki sniðugara að við gengjum einfaldlega í ESB og hefðum þar með áhrif á alla þá lagavinnu sem þar fer fram og hefðum þar með áhrif á þau lög sem við þurfum svo að samþykkja hér heima..?? En það er auðvitað að kasta perlum fyrir svín að reyna að segja þöngulhausum eins og þér Gunnar.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 08:13

4 identicon

Ég held nú reyndar að þarna haldi Atli mig sig, því að hann virðist vera heltekinn af einhverju sem hann kallar "aðlögungarferli", jafnvel svo að hann hefur gleymt lögfræðinni. Íslendingar hefðu þurft að taka upp nákvæmlega sama fjölda reglugerða hvort sem sótt er um ESB eða ekki, því að umsókn breytir engu þar um. Innleiðing ESB-reglna fer eftir EES-samningi þar til staða Íslands gagnvart ESB breytist, hvort sem það verður með inngöngu í ESB eða úrsögn úr EES.

Pétur (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 08:20

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Helgi Rúnar þú ert bjartsýnn að halda að Íslendingar muni geta breytt reglugerðum ESB...

Annars er ég sammála greinarhöfundi hérna. Ríkisstjórnin hefur verið getulaus í að koma Landinu upp úr þessari kreppu sem kom til vegna ráns á fé...

Það eru engin merki um að það sé verið að koma þeim sem komu okkur í þessa stöðu á bak við lás og slá, að þeir séu látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum...

Það eina sem þjóðin sér og fær eru lygar og prettir í boði Samfylkingar og VG...

Það er nauðsynlegt að koma þessari vanhæfu Ríkisstjórn frá sem allra allra fyrst...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.5.2011 kl. 08:28

6 identicon

Heyr, heyr. Komum Sjálfstæðisflokki og Framsókn að undireins. Þeir eiga engan þátt í þessu hruni. sem allt varð vegna svika Samfylkingar og VG í samkrulli við útlendska vogunarjóði og ESB sem prettuðu saklaust íhald og almenning. Já og Sigmundur og Bjarni hefðu svo örugglega verið búnir að stinga öllu svikapakkinu í steininn, umsvifalaust og án dóms og laga, með hjálp Agnesar Braga og Davíðs sem eru búin að greina þetta allt rétt. Ólíkt VG og Samfylkingu, sem halda hlífisskildi yfir auðvaldinu eins og venjulega, þá hefðu Pétur Blöndal og Einar Guðfinns, ef þeir hefðu verið fjármála- og sjávarútvegsráðherrar aldeilis hjálpað lítilmagnanum, eins og þeir hafa alltaf gert. Og nú væri verið að byggja álver um allar koppa grundir, enda er orkan endalaus og Ísland hefði ótakmarkað lánstraust ef hér væru ábyrgir menn við stjórnvölinn. Áfram með skynsemina!

Pétur (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 08:42

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er u.þ.b. að hálfvitalegasta sem gaurinn hefur sagt só far.

Alveg eins hægt að biðja alþingi að taka saman eftirfarandi:  Hve mikla steypu talaði AG á tarfstíma S&D og hve mikið blaður hefur hann talað á starfstíma S&VG.

Svar:  Hann hefur þegar talað umtalsvert meiri steypu á starfstíma S&VG og þó nokkur steypa bíður á færibandinu hjá honum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.5.2011 kl. 08:51

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þakka góðar kveðjur Helgi Rúnar, uppnefni eru ákaflega "málefnaleg". Varðandi fullyrðingu þína um að við þurfum að samþykkja ALLAR tilskipanir ESB, er hún röng og jafnvel þó hún væri rétt er sjálfsagt mál að þær séu ræddar og skoðaðar áður en þær eru teknar upp. Það er engin ástæða til að taka allt sem frá ESB kemur sem sjálfsögðum hlut.

Staðreyndin er að margar þessara tilskipana innihalda ýmiskonar afslætti eða tilslakanir til EES ríkjanna, þá er óljóst hvort EES ríkin geti neitað að taka upp þessar tilskipanir. Nú er í gangi eitt slíkt mál milli Noregs og ESB og meðan það er í gangi ætti auðvitað að fresta öllum upptökum tilskipana á meðan.

Varðandi meint völd sem við eigum að fá eftir inngöngu, trúi ég ekki að neinn maður haldi virkilega að svo muni verða. Það er varla hægt að segja að 0,6% sé mikil völd!!

Pétur, ég sé ekki hvernig þú getur tengt saman ESB umsókn og EES úrsögn. Ertu virkilega að segja að ef umsókn verði hafnað, verðum við að segja okkur úr EES?

Ekki að ég persónulega hefði neitt á móti úrsögn úr EES, enda tel ég að sú aðild hafi verið nauðgað á þjóðina. Að minnsta kosti fékk þjóðin ekkert um þann samning að segja á sínum tíma.

Ég geri mér hins vegar fulla grein fyrir því að úrsögn úr EES er kannski ekki vilji meirihluta þjóðarinnar nú, enda er það mál ekkert í umræðu!

Gunnar Heiðarsson, 30.5.2011 kl. 08:56

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er bara það að heimóttabjálfarnir eru runnir lóðbeint á rassgatið með ,,aðlögunnarferli" það sem þeir hafa gapað og gasprað um mánuðum og misserum saman eins og hálfvitar - og þetta er útgönguleiðin frá þeirri lygaþvælu er þeir hafa skipulega og af einbeitni reynt að troða ofaní fólk með ofbeldi.

Eigi flókið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.5.2011 kl. 09:01

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Pétur. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur voru í stjórn fyrir hrun, það var Samfylkingin líka. Allir þessir flokkar eiga sinn þátt í bankahruninu, þó að sjálfsögðu eigendur og stjórnendur bankanna eigi þar nánast allann heiður.

Hvort betra ástand væri ef Framsókn og Sjálfstæðið væri við völd vitum við auðvitað ekki. Þó er ljóst að þeir flokkar hefðu ekki eitt fjármunum og tíma í aðildarumsókn. Kraftar þeirrar stjórnar og reyndar allra ríkisstjórna sem myndaðar hefðu verið án Samfylkingar hefðu verið notaðir til að vinna okkur út úr kreppunni.

Það er náttúrulega algerlega óforkastanlegt að þeir fjármunir sem ætlaðir voru til uppbyggingar efnahags landsins skuli hafa verið færðir erlendum vogunarsjóðum! Í boði fjármálaráðherra! Þetta var gert til að halda ákveðnum öflum góðum, öflum sem talið var að gætu sett strik í reikning aðildarumsóknar.

Þetta mun leiða til hins óumflýjanlega, annars bankahruns. Þegar það skellur á okkur er alveg á kristaltæru að stjórnendur vogunarsjóðanna, sem nú eiga tvö af þrem stæðstu bönkum landsins, munu vera búnir að þurka allt fjármagn út úr þeim. Þeir láta ekkert fé brenna inni hér á landi í næstu kreppu!

Við skulum ekki gleyma því hvernig upphaf heimskreppunnar er til komið. Þar eiga erlendir vogunarsjóðir stórann þátt og flestum er enn stjórnað af sömu mönnum og þá. Þeir sem komu best út úr kreppunni og sumir hverjur græddu gífurlega miklar fjárhæðir, voru vogunarsjóðirnir!

Þeir þurftu því síst á því fjármagni að halda sem íslenski fjármálaráðherrannn færði þeim!

Gunnar Heiðarsson, 30.5.2011 kl. 09:18

11 identicon

Gunnar minn. Eitthvað hefur þú misskilið EES-samninginn, enda hentar það þeim mjög vel sem stinga vilja höfðinu í sandinn. a) samkvæmt EES-samningum er öllum aðildarríkjunum 30 (þ.e. ESB + 3 EFTA ríki) skylt að taka upp allar þær reglur sem falla undir samninginn. Þar eru engir afslættir veittir til EFTA-ríkjanna. Það er rétt að Noregur er að íhuga að láta á þetta reyna (sem þýðir eiginlega bara það að Noregur vill reyna að hafa áhrif á EES-reglu eftirá. Sjáum til hvernig það gengur!). b) í ESB eru áhrif ekki mæld í prósentum. Vissulega hefðu Íslendingar minni áhrif í sambandinu en Þýskaland, en það gildir nú líka utan þess. Smáþjóðir hafa yfirleitt mun minni áhrif í alþjóðasamskiptum en stórar. Í ESB hefði Ísland þó örugglega meiri áhrif á reglur ESB en utan þess, og þar með meira vald yfir stórum bálkum löggjafar sinnar en nú, því að við tökum jú sjálfkrafa inn, á færibandi, mýgrút af slíkum reglum nú. Það er sérkennilegt að heyra að fyrrverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokks og sem setið hafa á þingi síðan áður en EES-samningurinn var gerður, eru allt í einu að vakna upp við vondan (?) draum! c) Þetta er ekki spurning um hvort við tökum upp allar reglur ESB eða ekki, heldur aðeins að samkvæmt EES höfum við skuldbundið okkur til að taka upp fjöldann allan af slíkum reglum (og þess vegna "færibandið"). Við eigum þrjá kosti í þessari stöðu: i. ganga í ESB og hafa áhrif (lítil að vísu, en langt umfram 0,6%!); ii) segja okkur úr EES og þurfa þar með ekki að taka upp neinar ESB reglur frekar en við viljum -- en um leið fórna aðgangi að mörkuðum þar sem 75% af okkar vörum eru seldar, þúsundir Íslendinga sem starfa í þessum EES-löndunum vegna fjórfrelsis myndu missa atvinnuna, erlent verkafólk sem hér starfar sömuleiðis (kannski að læknarnir í Noregi leysi pólsku konurnar á Bónuskössunum af?) -- samstarf í mennta-, rannsóknar- og menningarmálum legðist af o.s.frv. (Ísland sem sagt ágætis Sumarhús); iii) haldið áfram á sömu braut og síðustu 18 árin, þ.e. sitjum á enda reglufæribandsins. Þeir sem láta sig dreyma um að Íslendingum bjóðist að "skoða" þessar reglur og velta þeim fyrir sér, taka sumar upp og aðrar ekki, ættu kannski að taka Einar Kr. Guðfinnsson sér til fyrirmyndar og vakna af þyrnirósarblundinum ... 

Pétur (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 09:21

12 identicon

Hm... Það var sem sagt ógurlega mikið fé til í þessum bönkum. Hélt einhvern veginn að erlendir skuldunautar hafi tapað 7500 milljörðum króna á falli þeirra og ríkið hafi pungað inn rúmum 400. Sé nú ekki alveg hvar allt þetta fé var ... En Davíð veit það nú auðvitað. Hann var þvílíkur snillingur í Seðlabankanum þannig að það sjálfsagt að trúa á hann og það sem hann segir áfram. Og þessi mýta að ástæðan fyrir því að hér er kreppa sé f.o.f. sú að ríkisstjórnin eyði kröftum og fé í aðildarumsókn í ESB er hlægileg. Ég veit ekki hvað er búið að eyða miklu í aðildarumsókn, en það er a.m.k. bara lítið brot af því sem búið er að eyða í Íbúðarlánasjóð, sem var nú bara íslenskur sjóður. Og söngurinn um að þetta hafi allt verið útlenskum vogunarsjóðum að kenna er orðinn heldur þreyttur. Okkur tókst alveg ágætlega að setja okkur á hausinn sjálf. Þar kom til gengdarlaus eyðsla almennings langt umfram raunverulega greiðslugetu, brjálaðir bisnissmenn (útrásarvíkingar) sem við voru öll svo óskaplega stolt af hér áður (forsetinn stoltastur allra) og algerlega máttvana eftirlitsverk. Við erum að súpa seyðið af því nú, punktur og basta, og að kenna núverandi ríkisstjórn um er hlægilegt og aumkunarvert -- þótt auðvitað verði að veita henni allt það lýðræðislega aðhald sem hægt er.

Pétur (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 09:30

13 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef þú fylgist með fréttum Pétur, veistu hvaða fé ég var að tala um. Það er sá mismunur sem var á lánasöfnunum þegar þau voru flutt yfir í nýju bankana.

Hluta þess mismunar þurfti vissulega að nota til afskrifta þeirra lána sem ekki var möguleiki á að standa við og vissulega hefur það verið gert og gott betur. Þar hafa þó önnur sjónarmið en velferð landsins ráðið, vildarvinir hafa verið þar í forgangi. Eftir stóð nokkur hluti þessa mismunar og hver króna sem innheimtist þar er skipt milli nýjubankana (20%) og þeirra gömlu (80%), sem eru að hluta í eigu erlendra vogunarsjóða.

Það er þetta fé sem var ætlað til að styrkja fyrirtæki og fjölskyldur landsins, en það var ekki gert.

Það er gott þegar menn telja sig svo góða sjálfa að þeir geti sagt að bankahrunið sé almenningi að kenna. Auðvitað fóru einhverjir óvarlega, hrifust með "aðlinum", enda auðvelt að fá fjármagn.

Stæðstu hluti almennings fór þó varlega, en samt hefur það fólk þurft að gefa bönkum landsins nærri 40% eigna sinna. Það er hugaður maður sem segir að sá sem var að kaupa húsnæði yfir fjölskildu sína sé orsakavaldur hrunsins, það er hugaður maður sem segir að fjölskilda sem var vel sett fyrir hrun, átti 40% í sinni húseign en á ekkert í henni nú, sé orsakavaldur hrunsins!

Orsakavaldar hrunsins hér á landi voru fyrst og fremst eigendur og stjórnendur bankanna og þeirra vildarvinir. Það sem hinsvegar kom hruninu af stað á þeim tíma sem það varð, var alheimskreppan og stór orsakavaldur hennar voru vogunarsjóðir. Vissulega hefðu Íslensku bankarnir hrunið á endanum og kannski hægt að þakka heimskreppunni að þeir voru ekki undir höndu glæframannana lengur en raun varð á. Skaðinn hefði sjálfsagt orðið enn meiri ef þeir hefðu fengið að lifa lengur.

Það er einnig staðreynd að þeir sem grætt hafa mest á þeirri kreppu sem yfir heiminn dundi, voru vogunarsjóðirnir.

Gunnar Heiðarsson, 30.5.2011 kl. 09:56

14 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Gunnar minn. Eitthvað hefur þú misskilið EES-samninginn, enda hentar það þeim mjög vel sem stinga vilja höfðinu í sandinn. a) samkvæmt EES-samningum er öllum aðildarríkjunum 30 (þ.e. ESB + 3 EFTA ríki) skylt að taka upp allar þær reglur sem falla undir samninginn. Þar eru engir afslættir veittir til EFTA-ríkjanna.

Þetta er mikill miskilningur hjá þér Pétur, samkvæmt samningnum þurfum við að taka upp þessar reglur og það þarf að samþykkja þær á þingi hér heima þ.e.a.s. það sem kemur í gegnum EES, en við getum sagt nei við hverju sem er sem kemur frá EES, það gæti kostað okkur EES samninginn en við getum neitað því.

Aftur á móti innan ESB þá þarf ekki að samþykkja þetta hér heima og við getum ekki sagt nei, þegar reglur eru samþykktar í ESB þá eru þær sendar til aðildarlandana og verða virkar sama hvað nokkur maður segir, þarna liggur munurinn.

Hvað varðar að fara í ESB til að hafa áhrif á reglurnar og lögin þá er það bara brandari, ég held að Jóhanna og Steingrímur hafa sýnt það og sannað hér heima fyrir hvern sem er sem fylgist með stjórnmálum að þeir sem eru með valda meirihluta hlusta gera það sem þeim þóknast og skiptir engu máli hvað minnihlutinn gaggar.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 30.5.2011 kl. 09:59

15 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

EES hefur þurft að taka upp um 10% þeirra reglana og laga sem ESB samþykkir.

Við inngöngu bætast hin 90% við. Ekki hefur komið fram hvort ríkisstjórnin sé farin að lögleiða hér hluta þeirra laga og reglugerða ESB eða hvort enn er haldið sig við þau 10% sem EES þarf að uppfylla.

Ekki kæmi þó á óvart að Samfylkingin sé farin að teygja sig út fyrir EES í þessu sambandi. Þá má ekki gleyma þeim frumvörpum sem sá flokkur hefur lagt fram á þingi og eru til þess eins ætluð að aðlaga okkar lög að lögum ESB, þó haldið sé fram að tilgangurinn sé annar.

Gunnar Heiðarsson, 30.5.2011 kl. 10:18

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

EES er80% aðild að EU - án áhrifa.

Munurinn á aðild Íslands að EES og EU er aðallega að í EES fyrirkomulagi er Ísland faxaðili að EU.  Þ.e.a.s. fær laga og regluverkið sent hingað upp til að stimpla það en við fulla og formlega aðild fær það sæti við borðið og getur haft áhrif á lagasetninguna.

þetta er allt vitað og óumdeilt.  þ.e. ef menn þekkja til málsins 1% eða meira.

Þ.a.l. eykst fullveldi Íslands stórlega við formlega aðild að EU.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.5.2011 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband