Umbóta hvað ?

Fyrsta verk Samfylkingar, til þess eins að hún geti farið að tala um umbætur innan sinna raða, er að koma þeim þingmönnum og ráðherrum sem voru í ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar út af þingi.

Þetta á sérstaklega við um Jóhönnu Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson, en þau voru bæði virk í öllum ákvörðunum í undanfara hrunsins og því jafn sek og Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún.

Þegar Samfylkingin hefur losað sig við þetta fólk af þingi getur flokkurinn farið að tala um umbætur, ekki fyrr!!

Þó einhver nefnd skili inn 30 tillögum til umbóta og þó rætt sé um stefnubreytingu hjá sænskum jafnaðarmönnum, dugar það lítt til að sannfæra kjósendur. Meinið er enn til staðar og grefur flokkinn að innan.

Ekki að ég sjái neitt sérstaklega eftir Samfylkingunni, sá flokkur má þurkast af þingi, mér algerlega að skaðlausu!


mbl.is Flokkstjórnarfundur í Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég held að Samfylkingin sé þörf til að halda utan um Evrópu sinnanna svo viðhaldist geðheilsa forsætisráðherra og hans fláráða skötusmiðs . 

Aðal atriðið í því efni er að þeir ESB flaðrarar komi út úr skápnum hvar í flokki sem er og sameinist Samfylkingunni til að verða viðurkenndir sem slíkir og við hin fáum þá væntanlega okkar næði og viðurkenningu sem elskendur eigin ráða.        

Hrólfur Þ Hraundal, 28.5.2011 kl. 15:24

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Og lands Hrólfur, ekki gleyma því. Það er rétt hjá þér, Samfylkingin verður víst að vera til, einhverstaðar verða vondir að vera.

Gunnar Heiðarsson, 28.5.2011 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband