Hvað eru náttúruauðlindir ?
26.5.2011 | 17:24
Stjórnlagaóráðið vill allar náttúruauðlindir í eigu þjóðarinnar, en ekki er skilgreint nánar hvað náttúruauðlind sé.
Náttúruauðlindir er teygjanlegt orð og gjörsamlega útilokað að setja svona fram nema með nákvæmri skilgreiningu um hvað verið er að tala um.
Á að falla undir þetta
veiðiréttindi í ám og vötnum
ræktanlegt land
land til íbúðabyggðar
bújarðir
og fleira í þessum dúr. Þetta eru að sjálf sögðu náttúruauðlindir en eru í eigu einhverra. Á þá að taka þetta eignarnámi? Reyndar gæti það reynst erfitt þar sem ekki er um að ræða þjóðhagslega nauðsyn, en það er jú forsemnda fyrir þjóðnýtingu.
Þetta óráðsfólk sem stjórnlagaóráð situr í óþökk kjósenda og andstöðu við úrskurð hæstaréttar, virðist ætla að beyta sömu brögðum við starf sitt í þessari nefnd og beytt var við stofnun hennar.
Það litla sem enn hefur heyrst frá stjórnlagaóráðinu er flest út úr kú, enda tilgangur þess ekki að endurskoða stjórnarskrána. Tilgangur þessa óráðs er eingöngu að koma in í stjórnarskrá breytingu svo stjórnvöld geti afsalað landinu til erlendra stofnana. Allt annað sem frá óráðinu kemur er til þess eins fallið að slá ryki í augum fólks, eins og að allar náttúruauðlindir skuli verða eign þjóðarinnar. Tillaga sem engan veginn getur staðist nema óráðið ætli að afnema þá grein núgildandi stjórnarskrár sem fjallar um eignarrétt einstaklingsins!
Það er kannski meiningin hjá þessu óráði!
Ævarandi eign þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frábært hjá þér, Gunnar.
Svo gott, að í þetta sinn tók ég mér bessaleyfi til að vitna í stóran hluta af þessu -- og vísa mönnum um leið á þína grein.
Jón Valur Jensson, 26.5.2011 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.