Mun ESB valda næstu styrjöld í Evrópu ?

Eftir seinni heimstyrjöldina var Evrópa ein rjúkandi rúst, bæði andlega og likamlega. Endalausar styrjaldir höfðu verið milli ríkja Evrópu, nánast óslitið allt frá árinu 843, þegar Verdum sáttmálinn var gerður og dró þá línu sem síðar varð landamæri Frakkland og Þýskalands. Við svo búið var ekki hægt að búa lengur.

Því var það að Frakkar og Þjóðverjar áttu frumkvæðið að því, eftir síðari heimstyrjöldina, að kola og stálbandalagið (KSBE) var stofnað. Það var formlega stofnsett 1952. Hugsunin að baki þessu var að tengja saman efnahag þeirra þjóða sem lengst höfðu átt í stríði og koma þannig á varanlegum friði.

Fimm árum síðar var Rómarsáttmálinn samþykktur og Evrópubandalagið (EBE) varð til. 1979 var svo kosið til fyrsta Evrópuþingsins. Schengen samstarfið hófst svo 1985 og opnaði það landamæri milli ríkja EBE.

1993 var Evrópusambandið (ESB) formlega stofnað með samþykkt á Maastrcht samningnum. Evran var tekin upp 2002 og loks tók Lissabon sáttmálinn gildi 1 des. 2009, en hann er í raun stjórnarskrá ESB.

Þessi þróun hefur öll verið í eina átt, að auka vægi og völd fámennrar klíku innan ríkja Evrópu og má segja að verkið hafi verið fullkomnað 1. des. 2009. Alræði stofnana ESB var þá orðið með þeim hætti að þær ákvarðanir sem þar eru teknar skulu aðildarlöndin taka upp hjá sér, algerlega óháð því hvað lög eða stjórnarskrár þeirra landa segja eða hver vilji íbúanna er. ESB lög eru æðri öllum öðrum lögum aðildarríkjanna.

Þetta hefur kallað fram andúð íbúa aðildarríkjanna og því verið svarað sem þjóðernishyggja. Öll mótmæli gegn ESB er svarað á þann hátt, að um þjóðernishyggju sé að ræða. En er þjóðernishyggja svo slæm? Er það slæmt þegar þjóðir vilja halda í einkenni sín og sérstöðu?

Eitt hefur einkennt þessa þróun, frá KSBE yfir í EBE og loks ESB. Atvinnuleysi hefur aukist meðal aðildarríkjanna í beinu samhengi við vöxt og aukningu þess vald sem þessi sambönd hafa fengið. Þetta atvinnuleysi hefur ætíð verið sýnu mest í jaðarríkjunum en einnig nokkuð innan kjarna þess.

Haustið 2008 skall á alheimskreppa sem enn sér ekki fyrir endan á. Það hefur nú komið berlega í ljós að ESB var algerlega óviðbúið að slíkt gæti skeð. Það var einfaldlega ekki gert ráð fyrir að svona kreppa gengi yfir lönd Evrópu, enda helstu rök fyrir evrunni að stór gjaldmiðill ætti að standa slíkt af sér. Svo var þó ekki, því miður.

Sum lönd Evrópu komu verr út úr þessari kreppu en önnur. Grikkland, Írland og Portúgal hafa þegar þurft að sæta afarkostum ESB og þurft að taka á sig skuldbindingar, í nafni "aðstoðar", sem engan vegin er hægt að standa undir. Hellsta ástæða þess er að ESB leggur ekki einungis háa vexti á þessa "aðstoð", heldur eru lagðir svokallaðir refsivextir þar ofaná. Eitthvað sem ESB ákvað vitandi að það gerði endanlega út um getu þessara landa til að komast á rétt ról, þau væru hneppt í þrældóm um aldir.

Nú er nánast talið öruggt að Spánn verði næstur í spennitreigju ESB og líklegt að Ítalía fylgi fast á eftir. Á Spáni er atvinnuleysi í hæðstu hæðum, nærri 45% þeirra sem eru á aldrinum 16 - 29 ára. Þó geta Spánverjar einungis verið mjög takmarkaðann tíma á atvinnuleysisskrá, þá fara þeir á almennar ríkisbætur. Því má gera ráð fyrir að atvinnuleysi þar sé mun meira, hvernig sem það er nú hægt! Talið er að staða ríkis sveitarfélaga sé mun verri en sagt er, en kosningar í Katalóníu fyrir fimm mánuðum leiddi í ljós að skuldir þar voru helmingi hærri en upp hafði verið gefið!

Alvarlegast er þó hvernig hinir eiginlegu stjórnendur ESB hugsa og haga sér. Angela Merkel lætur það út úr sér að íbúar þeirra landa sem verst standa eigi að vinna meira! Það verður þá að vera vinna fyrir þetta fólk!! Það er til lítils að segja atvinnulausum manni að vinna lengur! Þetta minnir nokkuð á orð Maríu Antoníettu!

Að hneppa heilu ríkin í þrældóm með óhæfum kröfum um vexti á það sem kallast aðstoð, krefjast samdráttar í grunnþjónustu þessara ríkja langt niður fyrir velsæmismörk og heimta að atvinnulaust fólk vinni meira er ekki til að skapa frið í álfunni. Með því kasta forsvarsmenn ESB bensíni á eld óánæjunnar. Því er þetta samband sem fyrst var stofnað til til að koma á friði, komið í andhverfu sína. Það er farið að kynda undir ófrið. Nú þegar eru mótmæli vítt og breitt um Evrópu. Á Spáni eru búin að vera stöðug mótmæli alla þessa viku.

Það þarf engan speking til að sjá að jarðvegur fyrir ofstópamenn hefur verið plægður og lítið sem þarf til að þeir fari að sjást og byltingar verði gerðar, með tilheyrandi ófrið sem engin getur sagt hvar endar.

Það er alveg ljóst þegar hundur er rekinn út í horn og látinn svelta, að hann mun að endingu bíta sig lausann. Svo mun einnig verða um íbúa Evrópu, þeir munu ekki endalaust láta fámenna klíku í Brussel stjórna sér með yfirgangi. Ef fólk vill kalla það þjóðernishyggju er það allt í lagi, en fyrst og fremst er þó um sjálfsbjörg að ræða!

Það má með sanni segja að sú göfuga hugsun með stofnun KSBE sé komin í andhverfu sína. Misvitrir stjórnmálamenn sem hugs fyrst og fremst um eiginn rass hafa snúið þessu göfuga markmiði á haus. Þeir hafa, með græðgi sinni, eyðilagt það markmið að gera Evrópu að friðsamri álfu. Þetta hefur þeim tekist á rétt rúmlega hálfri öld, sem er stuttur tími í sögunni!!

Með sama áframhaldi er nokkuð ljóst að ESB mun koma af stað næstu styrjöld í Evrópu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband