Latte lið
21.5.2011 | 00:27
Þetta latte drekkandi lið er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og engu líkara en það haldi að Reykjavík sé 101 og landsbyggðin Breiðholtið!!
Þetta fólk ætti að skoða landakort, þá kæmist það hugsanlega að því að Ísland er töluvert stærra og ef það getur hugsað, sem ég efast stórlega um, ætti það að átta sig á að stór hluti landsmanna verður að eiga bíl!
Einkabíll er EKKI LÚXUS heldur nausyn. Ef þetta fólk áttar sig ekki á því er því ekki við bjargandi!!
Þó sumt fólk, sem flest á það sammerkt að lifa á þjóðinni, geti leift sér að sötra latte á kaffihúsum borgarinnar, eru flestir landsmenn sem þurfa að vinna fyrir sér. Það fólk er skattpínt til helv...is og á vart fyrir mat handa börnum sínum. Margt af þessu fólki verður að hafa einkabíl til að komast til vinnu sinnar, svo verðmæti landsins verði sköpuð. En þetta skilja VG liðar ekki, þeir taka bara strætó niður í miðbæ og setjast á kaffihús til að sötra sitt latte!
Steingrímur segir að skattalækkun á eldsneyti muni ekki breyta miklu. Þvílikt bull! Fyrir ráðherra sem er með um sexföld laun verkamanns er þetta kanski lítill munur, en fyrir þann sem verður að taka pening fyrir bensíni af matarpeningum barna sinna munar um hverja krónu!!
Steingrímur Jóhann og allt hans lið ætti að flytja norður við Axarfjörðinn. Þar getur það sett upp nokkur kaffihús og lifað á hverju öðru, við latte sötur. Svo skreppur það til Reykjavíkur á reiðhjólum sínum, því strætó gengur nefnilega ekki norður!
Þvílíkt endalaust bull sem frá þessu veruleikafyrrta liði kemur!!
Óhóflegur akstur óhagkvæmur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heill og sæll Gunnar; æfinlega !
Fyrir nú utan; 101 gjálfur þessa liðs, að þá er ég ekki farinn að sjá, að rútur gangi, millum Hellna og Ólafsvíkur (yfir Fróðárheiði), um 5 - 6 sinnum á dag, svo dæmi væri tekið.
Eða; rútur gengju úr Skaftártungum, viðlíka oft, austur að Klaustri - og öfugt.
Marglytta undirdjúpanna; hefir meira vit í slepjulegum skrokki sínum, en þessir attaníossar Steingríms J. Sigfússonar, Gunnar minn.
Hversu dýrt; skyldi hin áður knáa Margrét Pétursdóttir (ein allra skel leggasta kona, í Austurvallar mótmælum; 2008 - 2009) hafa selt sig, þeim Steingrími ?
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 00:44
Að mínu mati á einfaldlega að lýta á einkabílinn sem nauðsyn, eða allavega sjálfsagðan hlut af okkar menningu og samfélagsgerð.
Ekki erum við að hita upp húsin okkar með kolum eða gasi ég hef ekkert samviskubit yfir því að við skulum keyra aðeins meira heldur en aðrar þjóðir. Samfélagsgerðin okkar einfaldlega býður upp á það, lítil þjóð á stóru landssvæði. Einkabíllinn mun alltaf henta betur og ég er orðinn þreyttur á því hvernig hugsjónapólitíkusar reyna alltaf að troða manni í lélegar almannasamgöngur með öfgafullum og ósanngjörnum sköttum á bíla og eldsneyti. Að mínu mati er mikilvægt að lækka álögur þannig að allir geti keyrt um á bíl, líka láglaunafólk og lífeyrisþegar.
Það á að festa það í lög að bílatengdar álagningar verði í samræmi við það hvað það kostar að reka vegakerfið. Lengi hefur það verið þannig að stór meirihluti þeirra fara í eitthvað annað en vegakerfið, af hverju eiga þeir sem reka bíl að borga meira til samfélagsins heldur en aðrir?
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 05:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.