Ólínu brugðið !
18.5.2011 | 19:16
Ólína Þorvarðardóttir lýsir óánægju sinni yfir að fréttastofa RUV skuli ekki halda flokkslínu Samfylkingar.
Það er von að henn sé brugðið, eftir látlausann áróður fyrir flokk hennar í ESB og icesave málunum, bregður henni við þegar allt í einu er flutt frétt af frumvarpi ríkisstjórnarinnar og ekki talað fyrir því í blindni, eins og öðrum málum Samfylkingar.
En getur ekki hugsast að þessi fréttaflutningur RUV stafi einfaldlega af því að erfitt hafi verið að fá einhvern með viti til að mæla frumvarpinu bót? Að ekki hafi verið með ráðum gert hjá RUV að flytja neikvæða frétt um frumvarpið, heldur hafi einfaldlega ekki verið hægt að gera annað?
Það er vissulega fréttnæmt þegar fréttastofa RUV flytur fréttir af hlutleysi og óhlutdrægni, sérstaklega ef það kemur Samfylkingunni illa.
Því er von að Ólínu sé brugðið!!
Gagnrýnir fréttaflutning RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Evrópusamtökin hafa líka kvartað hástöfum. Það er dregin bein lína milli ESB umsóknar, umræðu um evrópumál og kvótafrumvarpið. Upplýsandi og gott að fá staðfest að þetta frumvarp er líka hluti aðlögunnarferlisins eins og allar lagabreytingar og frumvörp þessarar stjórnar.
Gott að þau viðurkenni þetta svona opinskátt.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.5.2011 kl. 19:30
Og stjórnarskrárbreytingin er eingöngu vegna ESB!
Björn (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.