Enn ríður heimskan röftum í stjórnarráðinu !!

Þessar tillögur efnahags og viðskiptaráðherra eru í anda alls þess rugls sem þaðan hefur komið.

Vissulega er óviðunnandi að ótryggð ökutæki séu í umferð og til að koma í veg fyrir það hafa stjórnvöld þegar úrræði, að taka þær bifreiðar úr umferð þar til að trygging hefur verið greidd.

En þetta dugar ekki, löggæslan hefur ekki mannskap til að sinna þessu verki sem skildi. Og hvað gera stjórnvöld þá?

Jú þá skal verkefninu komið á aðra stofnun, heimild til að gera bifreiðina upptæka og í ofanálag skal herða enn tryggingarskilmála sem aftur mun gera iðgjöld verulega hærri!!

Það að færa verkefnið frá lögreglu til Umferðastofu er eitt og sér fáráðnlegt. Þá er verið að færa sviptingu, sem er löggæslu aðgerð, yfir til stofnunar sem ekki hefur löggæsluvald. Þetta getur vart staðist lög!

Eignasvipting eða eignaupptaka má varla fara fram án afskipta dómstóla. Samt er í þessu frumvarpi gert ráð fyrir að Umferðastofa, sem ekki er löggæslustofnun, geti gert bifreiðar upptækar og óskað nauðungarsölu þeirra ef ekki hefur verið greitt innan mánaðar!! Er þetta samkvæmt þeim lögum sem í landinu eru?!

Þá skulu tryggingarskilmálar gerðir enn strangari. Það mun vissulega hækka iðgjaldið, það er barnalegt að halda öðru fram. Þó búum við hér á landi við eitthvað það hæðsta tryggingariðgjald sem þekkist. Enda fitna tryggingarfélögin. Þau munu vissulega fagna þessari breytingu og að sjálf sögðu munu þau nýta sér að hækka iðgjaldið um tvær krónur fyrir hverja eina sem þetta eykur kostnað þeirra!

Ef löggæslan ræður ekki við þau verkefni sem henni er ætlað á að auka hana, þann vanda á ekki að leysa með því að færa verkefnin yfir á aðrar stofnanir sem ekki hafa löggæsluvald. Enda vandséð hver hagnaðurinn yrði, verkefnið þarf að vinna og til þess þarf mannskap, hvort sem það er unnið af lögreglu eða Umferðastofu. Þegar um er að ræða sviptingu, af einhverju tagi, á slík aðgerð skilyrðislaust að vera í höndum lögreglu!

Að kyrrsetja ökutæki og taka það úr umferð þegar lögboðnar tryggingar eru ekki greiddar, er sjálfsagt mál. Jafnvel má skoða hvort rétt sé að taka þau í vörslu þar til greitt hefur verið. En að gera það sem kröfu að bifreið sé fjarlægð er gjörsamlega glórulaust, enda kostnaður sem af því hlýst og lendir á eiganda, svo mikill að flestum væri um of að greiða hann.

Sú hugmynd að heimila nauðungaruppboð bifreiða, einum mánuði eftir að það hefur verið tekið úr umferð, er varla lagaheimild fyrir. Þarna á að fara framhjá eðlilegu dómsferli, þetta á að setja í hendur þeirra sem ekki hafa lögvald og tíminn svo stuttur að nánast útilokað verður fyrir eigendur bifreiða að lyfta hönd yfir höfuð sér áður en svipan skellur!!

Það er þó eitt sem þetta frumvarp gefur og það eru störf! Töluverðan fjölda manna verður að ráða til að sinna eftirlitinu, hvort sem fjölgað verður í löggæslunni eða hjá Umferðarstofu, dráttarbílafyrirtæki geta keypt nokkurn fjölda dráttarbíla og ráðið menn á þá, geimsluhúsnæði mun hækka í verði þar sem geima þarf þessa bíla í mánuð og sýslumenn sjá fram á að þurfa að halda enn fleiri uppboð og ráða fleiri aðstoðarmenn  til sín vegna þessa.

En ef þetta er aðferð stjórnvalda til að minnka atvinnuleysið, er þau heimskari og svínslegri en áður hefur komið í ljós!!

Allur kostnaður sem af þessu hlýst mun lenda á þeim sem síst skildi, þeim sem þurfa að velta hverri krónu fyrir sér og velja á milli þess að borga trygginguna af bílnum eða hvort eigi að kaupa mat fyrir börnin.

Ef þetta frumvarp verður að lögum er verið að gera bifreiðaeign að enn meiri lúxus en nú er og er þó nóg komið. Það er verið að skattleggja bifreiðareigendur enn frekar. Það er verið að skattleggja landsbyggðafólk enn frekar!!

 


mbl.is Koma á ótryggðum ökutækjum af götunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sammála þér, Gunnar. Auðvitað á að fjölga í löggæsluni frekar en að vera að búa til eitt teimið  í viðbót. Það hlítur að vera ódírara. En það er með þetta eins og annað hjá þeim blessuðum, þeir byrja alltaf á öfugum enda. Þess vegna er allt að fara til fjandans hérna!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 17.5.2011 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband