Stórt skref afturábak, gallað, vonbrigði, hefur ekki stuðning neins stjórnarþingmanns en.... tilraun!
16.5.2011 | 22:27
Það er undarlegt að ríkisstjórnin skuli leggja fram frumvarp sem slík ummæli fær, en það er þó staðreynd.
Stjórnarandstaðan lýsir því sem skrefi afturábak, gölluðu og vonbrigði, en stjórnarþingmenn segja að það hafi ekki stuðning neins úr stjórnarliðinu og að um tilraun sé að ræða!
Ekki hef ég séð þetta frunvarp ennþá og get því ekki sagt hvort það sé skref afturábak, gallað eða vonbrigði, en ef stjórnarþingmaður heldur því fram að enginn stjórnarþingmaður sé því sammála, hlýtur maður að spyrja hvers vegna það er þá lagt fram. Og ætla þessir stjórnarþingmenn að samþykkja það þrátt fyrir að þeir séu því ósammála? Er það gert vegna skipana að ofan?
Það sem er þó alvarlegast er að sumir stjórnarþingmenn skuli líta svo á að ekkert mál sé að gera tilraunir með fjöregg okkar!
Það eru vissulega gallar á fiskveiðikerfi okkar, en ef gera á breytingar á því hljóta menn að skoða vel hvaða afleiðingar það hefur og hvort það er til góðs eða ills fyrir okkur. Það eru ekki gerðar breytingar á því í tilraunaskyni!!
Vönduð vinnubrögð eiga að vera aðalsmerki þingmanna, þetta á þó sérstaklega við þegar um okkar hellstu tekjulind er að ræða. Þar er ekki viðunnandi að gerðar séu breytingar breytinganna vegna! Þar á einungis að gera breytingu ef vitað er að hún er til góðs!
Tilraun er ekki ásættanleg!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.