Stjórnarþingmenn vita ekki í hvorn fótinn á að stíga
15.5.2011 | 16:49
Pétur Blöndal segir að frumvarpið kippi fótum undan útgerðinni.
Björn Valur segir að enginn stjórnarþingmaður sé sammála þessu sama frumvarp.
Mörður vill gera tilraun, enda verið stefna Jafnaðarmanna í 20 ár að gera tilraunir.
Þetta er frekar ruglingslegt allt saman og ef ekki hefðu komið til skammir Eyglóar til útgerðarmanna fyrir að gefa í skyn að þeir ættu auðlindina, væri maður sennilega enn að klóra sér í hausnum.
Hvort útgerðin fari á hausinn veit ég ekki, en vissulega verður rekstur hennar erfiðari á eftir. Það er þó huggun harmi gegn að ríkið fær tekjurnar af kvótanum til sín svo auðveldara verður að taka upp ríkisstyrkta útgerð í landinu, eins og flestar aðrar þjóðir búa við. Sérstaklega í löndum ESB.
Það sem er þó merkilegast við þetta frumvarp ríkisstjórnarinnar, er að það mun færa fiskveiðistefnu okkar nær þeirri sem verið hefur í ESB. Á meðan eru þjóðir ESB alvarlega að skoða hvort ekki eigi að leggja þá stefnu niður og taka upp fiskveiðistefnu í anda þeirrar sem hér hefur verið!
Því er spurning, nú þegar virðist eiga að leggja fram frumvarp á ESB þinginu um að taka upp fiskveiðistefnu að okkar hætti, hvort stjórnvöld kippi ekki sínu frumvarpi til baka. Það er til lítils að taka upp nýtt fiskveiðikerfi hér ef skipun frá Brussel kemur um að við verðum að fara yfir í það gamla aftur!!
Stjórnarþingmenn vita ekki í hvorn fótinn þeir eigi að stíga, það er eins með þetta mál og öll önnur frá þeim. Í og úr....í og úr......í og úr............
Arðsemin hverfur úr greininni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.