Skömm alþingis
5.5.2011 | 17:11
Mörður Árnason er mesta skömm Alþingis.
Þegar stjórnarandstaðan mælir gegn frumvarpi forsætisráðherra ætlar hún vitlaus að verða og hrópar að það sé óvirðing við þingið. Þeir eru þó bara að vinna sína vinnu sem stjórnarandstaða, að benda á þá galla og þá vitleysu sem frá stjórnarliðinu kemur.
En þegar stjórnarþingmaður fer með persónulegt níð á aðra þingmenn heyrist lítið í forsætisráðharra, frekar að hún brosi út í annað!!
Hvernig í ósköpunum á fólk að bera virðingu fyrir því fólki sem hagar sér svona? Hvernig getur nokkur maður borið virðingu fyrir manni eins og Merði Árnasyni?
Það fólk sem hagar sér eins og fjögurra ára krakkar í sandkassa á ekkert erindi á þingi. Þannig haga flestir þingmenn og ráðherrar Samfylkingar sér og nokkrir þingmenn og ráðherrar VG einnig.
Þetta fólk er Alþingi og Íslandi til skammar!!
Kallaði þingmenn grátkonur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert nú meiri grenjuskjóðan !
Börkur Hrólfsson, 5.5.2011 kl. 18:01
Og þú ætlar virkilega að reyna að halda því fram að sjálfstæðisflokkurinn sé EKKI grátkór
Held að þú verðir að taka niður bláu gleraugun og sjá hvernig þetta lið hagas sér, með silfuskeiðarstrákinn fremstann. Gráturinn í þeim er svo mikill og hávær að maður heyrir vælið alla leið norður á land, og svei mér þá ef að skúraleiðingarnar sem komu hafi ekki verið frá þeim líka...
Jón Ingi (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 19:09
Ef einhverjir væla á þingi er það Samfylkingarfólk. Það er aðátta sig á að þeirra EINA stefnumál, ESB, er að tapast og þá er ekkert eftir að þeirra mati. Allt búið!
Ekki mun ég, frekar en nærri 80% þjóðarinnar, sjá eftir þeim flokki!!
Gunnar Heiðarsson, 6.5.2011 kl. 05:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.