Hringavitleysa
5.5.2011 | 12:14
Menn geta reynt að þrífa af sér skítinn þegar þeir hafa skitið upp á bak, lyktin fylgir þeim þó áfram!
Steingrímur Jóhann Sigfússon greiddi atkvæði MEÐ aðildarumsókn, þó hann hefði sjálfur sagt nokkrum mánuðum fyrr að "menn sæktu ekki um aðild, nema alvara lægi að baki".
Því hlýtur Steingrímur að hafa viljað aðild að ESB þegar hann greiddi því atkvæði að sækja um hana! Nú. þegar styttist í lífi ríkisstjórnarinnar, reynir hann að þrífa þennan skít af sér. Það mun honum þó ekki takast.
Kjósendur muna hvað Steingrímur sagði nokkrum mánuðum fyrir síðustu kosningar til Alþingis, kjósendur muna einnig hvernig Steingrímur kaus um aðildarumsóknina þegar hún var lögð fyrir Alþingi. Þessar tvær athafnir Steingríms segja allt sem segja þarf um hug hans til ESB. Það er gagnslaust nú, skömmu fyrir nýjar alþingiskosningar, að ætla að draga þetta til baka.
Steingrímur Jóhann Sigfússon ER ESB sinni og dáir allt sem frá Brussel kemur. Verk hans og athafnir eru ekki hægt að skilja á annan veg!!
Stöndum betur utan ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Steingrímur búinn að fá ávísunina frá LÍÚ. Næst er svo að hætta við að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Til hamingju íslenska alþýða. Nú er bara að þrýsta áfram á launahækkunina til að pumpa fasteignalánin áfram upp í boði íslensku krónunnar og verðtryggingarinnar.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 12:25
Nú er Svika-Grímur búinn að snua sér einn ganginn enn þvert upp í vindinn og segir núna að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins.
Hvað er nú á seyði ? Eru rotturnar farnar að yfirgefa sökkvandi skip..
og reyna nu að forða sér undan ábyrgð á sóðakoppi Jóhönnu ?
Sólrún (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 12:43
Ég hef alltaf álitið að Steingrímur tali með tveim tungum. Þetta staðfestir það, að hann er rammfalskur andskoti, sem hefur sett sig milli tveggja stóla. Enda liggur hann kylliflatur og afvelta í dag.
Munurinn á Ragnari Reykás og Steingrími er að Ragnar segir eitt í einu og skiptir síðan um skoðun. Steingrímur mótsegir sjálfan sig á einni og sömu mínútunni.
Fyrst stefna Samfylkingarinnar er aðeins eitt mál, þ.e. aðild að ESB, og Steingrímur veit ekkert í hvorn fótinn hann á að stíga, þá tel ég að þessi ríkisstjórn sé verri en engin. Blautar borðtuskur gætu orðið betri ráðherrar en núverandi ráðherralið Jóhönnu. Vægast sagt.
Jafnvel stjórnarkreppa eftir kosningar er ákjósanlegri. Belgar haf komizt að því eftir að vera án ríkisstjórnar mánuðum saman, að hlutirnir ganga bara betur núna en með einhverja ónýta ríkisstjórn. Sama væri upp á teningnum hér á landi.
Che, 5.5.2011 kl. 12:52
Steingrímur ætti ekki að þekkjast sem viðsnúningur heldur fremur sem UMRENNINGUR eða VIÐRINI
Óskar Guðmundsson, 5.5.2011 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.