Enn vantar mikið upp á

Til að halda eðlilegri endurnýjun bílaflotans þarf meðal innflutningur bíla á mánuði að vera að minnsta kosti 2000 bílar. Samkvæmt fréttinni var innflutningurinn þó ekki nema 275 bílar að meðaltali fyrstu fjóra mánuði ársins var 138 á sama tíma fyrir ári.

Þetta leiðir af sér að bílaflotinn er að eldast mjög hratt. Ekki má gleyma því að nánast enginn innflutningur var síðustu tvö ár og því þarf að vinna það upp að auki.

Aukinn fjöldi eldri bíla á götunum mun vissulega skapa aukna hættu, ekki síst vegna þess að viðhald þeirra færist í æ meira mæli inn í bílskúra, færri og færri hafa efni á að versla við verkstæðin. Þá er skattastefna ríkisstjórnarinnar með þeim hætti að allir varahlutir, jafnt bremsu og stýrirhlutir sem aðrir, eru skattlagðir sem um lúxusvöru sé að ræða. Því leita menn sífellt meira til partasala og kaupa varahluti þar, varahluti sem oftar en ekki eru orðnir slitnir og hættulegir!

Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að gamlir bílar menga yfirleitt mun meira en nýjir, bæði vegna nýrrar tækni í nýjum bílum og vegna þess að slitin bílvél nýtir eldsneytið verr.

Þessi þróun er slæm og hættuleg. Þó hægt sé að benda á að innflutningur hafi aukist um 100% frá því fyrir ári síðan, segir það lítið. Það er auðvelt að nefna slíkar tölur þegar viðmiðið er mjög lágt.

Götur og vegir landsins eru að fyllast af gömlum bílum sem fá lágmarks viðhald. Fjölgun slysa mun því aukast stórlega á næstu árum. Hvert slys er dýrt, bæði fyrir þá sem í því lenda en ekki síður fyrir þjóðfélagið. Þar kemur til tjón á munum sem er þó minnsti kostnaðurinn, kostnaður við slys á fólki er mun meiri að ekki sé talað um andlát.

 


mbl.is Nærri 100% fleiri bílar skráðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þá er skattastefna ríkisstjórnarinnar" ... væri ekki nær að tala um ríkisstefnu skattstjórnarinnar

Björn (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband