Er þá boðlegt að leggja þetta frumvarp fyrir þingið ?

Einu rök Jóhönnu eru að þetta fyrirkomulag þekkist í löndunum í kringum okkur. Það eru vægast sagt léleg rök!

Hún segir málflutning Sigmundar Davíðs ekki boðlegan, en er þetta frumvarp boðlegt? Er nauðsynlegt að breyta þessu bara af því að "þetta þekkist í löndunum kringum okkur"? Þarf endilega að sækja allt það versta til annara landa?

Þetta frumvarp færir forsætisráðherra aukið vald, um það verður ekki deilt. Hvort um alræðisvald er að ræða fer auðvitað eftir því hvernig forsætisráðherra á hverjum tíma beytir þessu valdi sínu. Jóhanna virðist ekki hugsa langt fram í tímann. Þó hún telji sig geta höndlað þetta vald munu aðrir taka við þessu embætti. Reyndar eru fáir landsmenn sem treysta henni fyrir þessu valdi, eða réttara sagt hennar aðstoðarmönnum því sjálf er hún einungis málpípa þeirra.

Varla trúir maður þó að þetta frumvarp sé til þess sett fram að losna við Jón Bjarnason úr stóli ráðherra. Það jafngildir stjórnarslitum. Reyndar hefur Þráinn Bertelsson lýst því yfir opinberlega að hann styðji Jón ekki lengur sem ráðherra og því skammt að bíða að stjórnarslit verði, nema Jóhanna taki Þráinn á teppið og tali hann til.

Meiri líkur eru á að þessi breyting á Stjórnarráðinu séu til að liðka fyrir ESB aðlöguninni, að verið sé að taka völdin af fagráðherrum og færa forsætisráðuneytinu, til að það geti haft með þau mál að segja! Þá er hægt að keyra málið áfram án afskipta þeirra sem málið varðar, svo sem sjávarútveg, bændastéttina og landsbyggðina.

Þá ræður vilji þeirra sem forsætisráðuneytinu ráða öllu ferlinu og leiðin til Brussel greið. Breytir þar engu þó stór meirihluti þjóðarinnar sé andvígur þessu rugli!!

 

 


mbl.is Ekki boðlegt í sölum Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband