Sami skrípaleikurinn aftur
3.5.2011 | 13:12
Í hinu svokallaða Baugsmáli, hinu fyrsta, tókst lögmönnum að fá flestum ákærum vísað frá dómi. Ekki var það þó vegna þess að þeir teldu sakleysi sakborninga vera ótvírætt, nei heldur vegna þess að með mikilli yfirlegu hers lögfræðinga tókst að finna einhverja smá galla á framsetningu ákæranna.
Því lauk því máli með þeim hætti að flestum ákæruliðum var vísað frá, en í þeim örfáu sem eftir stóðu og fóru fyrir dómara, voru skborningar dæmdir sekir. Aldrei fékkst úr því skorið hvort þeir voru sekir eða saklausir í hinum ákæruliðunum, sem vísað var frá. Í augum flestra eru þeir þó sekir.
Nú á að reyna þennan leik aftur. Það á að freista þess að fá málum vísað frá dómi vegna einhverra atriða sem engu máli skipta og koma þannig í veg fyrir að skorið verði úr um sekt eða sakleysi í þeim efnisatriðum sem þeir eru ásakaðir að hafa brotið.
Það eru einungis SEKIR menn sem þessum aðferðum beyta.
Það eru einungis SEKIR menn sem ekki vilja að mál þeirra fari fyrir dómstóla.
Þeir sem telja sig saklausa vilja að sjálfsögðu sanna sakleysi sitt. Það gera þeir einungis fyrir dómstólum.
Því má með sanni segja að lögfræðingar sakborninga í þessu máli, hafi þegar dæmt skjólstæðinga sína seka.
![]() |
Vilja fá ákæru vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þvaður er þetta ... saklaus maður á ALDREI að þurfa að fara fyrir dóm. Það þarf að SANNA sekt manna, ekki sakleysi þeirra. Það þarf að ÁSTÆÐA fyrir ákærunni, og þegar átt er við ástæðu, þá þarf hún að vera GALLALAUS. Formgalli á kæru, bendir á léleg vinnubrögð kærenda ... en það er á baki KÆRANDANS að sanna sitt mál.
Ertu kanski Bandaríkjamaður, sem skýtur fyrst og spyr svo ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 13:28
Eins og kom fram í viðtali við þjóðþekktan Hæstaréttardómara þá virðist reyndin oft vera sú að ákærur eru ekki nægilega vel unnar, sem því miður veldur því að auðveldara er fyrir verjendur að fá þeim vísað frá. Ég ætla þó ekki að þykjast hafa nokkurt vit á því.
Jón Flón (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 13:36
Þeir sem eru saklausir ættu ekki að þurfa að óttast að mæta fyrir dómara og standa fyrir sínu máli.
Þeir menn sem telja sakleysi sitt ekki vera nógu skýrt eða vita sekt sína, þeir menn beyta öllum tiltækum ráðum til að sleppa við að standa fyrir sínu máli!!
Gunnar Heiðarsson, 3.5.2011 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.