Verðsamráð !!

Ekki verður séð að mikil samkeppni ríki á eldsneytismarkaðnum hér á Íslandi.

Munur á milli þess félags sem hæðst sjálfsafgreiðsluverð hefur og þess lægsta er einungis 60 aurar á líter, eða 0,2 % !!

Er ekki kominn tími til að rannsaka þessi fyrirtæki?

Fyrir skömmu fór Samkeppniseftirlitið af stað vegna gruns um samráð um hillupláss í verslunum, fyrir gosdrykki. Væri ekki nær fyrir Samkeppnisstofnun að snúa sér að raunveruleikanum og soða þá verðmyndun sem er á eldsneyti?!

Vissulega er hilluplássið mis verðmætt, en varla hefur það áhrif á pyngju launafólks, þó samráð sé um það.

Hins vegar hefur verð á eldsneyti mikil áhrif á pyngju fólks og full ástæða til að skoða hvað veldur því að ekki einungis verð sé nánast það sama milli fyrirtækjanna, heldur líður aldrei meira en sólahringur frá því fyrsta fyrirtækið hækkar hjá sér, þar til öll hin hafa fylgt á eftir.

Þetta getur ekki verið eðlilegt og er fjarri því að vera í anda samkeppnislaga!!


mbl.is Verð á bensíni hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því fyrr sem fólk áttar sig á að það hefur ekkert breyst á þessu landi, ekki hjá olíufélögum ekki hjá auðvaldinu eða stjórnvöldum því betra, hvar er potta og pönnu og tunnufólkið?

Bragi (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 18:54

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Bragi, því fyrr sem þú áttar þig á því að potta og pönnufólkið leiddi yfir okkur hörmungar sem ekki sér fyrir endann á en þá,  því fyrr áttu möguleika til að öðlast skilning á því um hvað málin snúast nú um   mundir.                   

Hrólfur Þ Hraundal, 29.4.2011 kl. 21:34

3 identicon

Ja hafi verið ástæða fyrir uppreisn þá er sannalega ástæða núna

Bragi (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband