Aumingja maðurinn

Ekki er nú minnið gott hjá aumingja manninum. Hann man ekki að dómur Hæstaréttar tók á ólögmætu formi lána, ekkert var fjallað um vaxtaútreikning aftur í tímann í þeim dóm. Lánin voru einfaldlega dæmd ólögmæt!

Hann man ekki heldur að hann sjálfur sett lög sem heimiluðu lánastofnunum að endurreikna vexti af þeim ólöglegu lánum aftur í tímann. Þar kom Hæstiréttur ekki að máli.

Þessi lagasetning ráðherrans varð til þess að lánastofnanir töpuðu nánast engu á þessum dómi Hæstaréttar, þó þau hefðu verið dæmd sek. Hins vegar hafa margir þeirra sem dómurinn átti að verja orðið fyrir enn meiri skaða, vegna þessarar lagasetningar. Jafnvel er svo langt gengið, í sumum tilfellum, að fólk sem búið vara að greiða upp sín lán var endurrukkað, jafnvel þó búið væri að aflýsa láninu!!

Það er einsdæmi þegar dómsvald dæmir einhvern eða einhverja seka, skuli löggjafavaldið setja lög til að sá seki tapi sem minnst á lögbrotinu! Slík aðferð þekkist einungis í bananalýðveldum.

Það er merkilegt að jafn minnislaus maður skuli vera í embætti ráðherra. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að ráðherra muni eigin gjörðir, þó ekki væri nema í eitt ár!

Svo er hin hliðin á málinu. Það er sá fjöldi fólks sem hefur tapað eignum sínum vegna þessara ólögmætu lána. Eignir sem þessi seku glæpafyrirtæki stálu af fólki! Hver bætir þann skaða?

Það var ljóst nokkrum mánuðum fyrir dóm Hæstaréttar að bankar og lánastofnanir vissu sök sína. Það sannaðist á offorsi þeirra við innheimtu síðustu mánuðina fyrir dóminn. Svo langt gekk að þessi fyrirtæki brutu þar hver lögin af öðrum til að innheimta það sem þau sögðu skuld. Farið var framhjá eðlilegum dómsleiðum við þá innheimtu. Hver bætir þann skaða?

Bankar og lánastofnanir gerðust brotleg við Íslensk lög, um það er ekki deilt enda dómur Hæstaréttar fallinn. Allt fram að dómsdegi héldu ráðherrar ríkisstjórnarinnar því fram að lánin væru lögleg og sumir jafnvel lengur, jafnvel þó fyrirtækin sjálf gerðu sér grein fyrir eigin lögbroti. Þegar ekki var stætt lengur að halda þessu fram, bætti ríkisstjórnin gráu ofaná svart með lagasetningu til aðstoðar þeim fyrirtækjum sem höfðu gerst sek!

Ef bankar og lánastofnanir geta ekki rekið sig með eðlilegum hætti eftir Íslenskum lögum er eitthvað að hjá þeim.

Þegar Hæstiréttur þarf að skipta sér af rekstri þessara fyrirtækja, er eitthvað að. 

Ef löggjafinn þarf að setja lög til hjálpar þessum fyrirtækjum, svo þau geti haldið áfram að pína lántakendur, er eitthvað að.

Þegar lántakendur þurfa að leita réttar síns, gegn stjórnvöldum og gerðum þeirra til aðstoðar bönkum og lánastofnunum, erlendis,  er eitthvað stórkostlegt að!!

Þegar eitthvað er að á að greina vandann og leysa hann. Það verkefni er ríkisstjórninni ofviða. Heldur lætur hún málið fara til erlendra dómstóla og fær væntanlega á sig enn einn stimpil græðgisvæðingar og spillingar!

Orð Árna Páls um að gott sé að málið fari fyrir ESA segir meira en margt annað. Þegar ráðherra telur það vera gott að innaríkisdeilumál skuli leyst fyrir erlendum dómi, er spurning hvort maðurinn sé virkilega hæfur sem þingmaður, hvað þá ráðherra!!


mbl.is Löggjöfin tók mið af dómum Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband