Vandi ríkisstjórnarinnar er stór
14.4.2011 | 10:40
Eftir atkvæðagreiðsluna í gærkvöldi er ljóst að vandi ríkisstjórnarinnar hefur aukist til muna. Ljóst er að hún nýtur nú aðeins eins atkvæða meirihluta á þingi.
Þetta leiðir til þes að enn erfiðara verður að koma atvinnulífinu af stað þar sem einn stjórnarþingmaður getur nú stöðvað allar nauðsynlegar framkvæmdir til þess. Guðfríður Lilja gaf alveg skýrt í ljós við atkvæðagreiðsluna að hún teldi það vera sitt verk og kaus því gegn vantrausti. Ekki það að hún væri sátt við störf stjórnvalda, heldur vegna þess valds sem hún sá að hún var að fá í hendur.
Þetta leiðir einnig til þess að einungis einn stjórnarþinmann þarf til að tefja verulega fyrir ESB aðlögunarferlinu. Jón Bjarnason er þar í lykilaðstöðu, auk þess sem niðurstaðan treysti hann í stól ráðherra, verulega. Það er hætt við að þetta eigi eftir að pirra Jóhönnu og hennar fólk mikið næstu daga.
Þá er ljóst að erfitt eða útilokað verður fyrir stjórnina að koma umdeildu frumvarpi um breytingu stjórnarráðsins í gegn um þingið, breytingu sem færir forsætisráðherra alræði.
Breytingar á fikveiðistjórnun er líkast til úr myndinni, þ.e. þær breytingar sem Jóhanna vill gera. Því er líklegt að grípa verði þá sátt sem um það mál náðist milli allra stjórnmálaflokka og aðila greinarinnar, síðastliðið haust, undir verkstjórn Björns Vals, þó sú sátt sé ekki Jóhönnu að skapi. Það er að minnsta kosti nokkuð öruggt að Jóhanna fær ekki aðstoð frá stjórnarandstöðunni við það mál eftir öll stóryrðin í gær.
Mestur vandi ríkisstjórnarinnar er þó hugarfarið og viðhorfið. Hroki og yfirgangur gagnvart pólitískum andstæðingum, eins og glöggt kemur fram í þeim orðum er Þórunn Sveinbjarnardóttir lét falla í sæti sínu á þingi í gær, þegar Ásmundur Einar lýsti því yfir að styddi vantraustið.
.
Jóhanna nefndi Sjálfstæðisflokkinn svo oft í sinni ræðu að ekki var nokkur leið að ná tölu á því. Hún opinberaði enn og aftur tengslaleysi sitt við raunveruleikann. Þá hældi hún verkum ríkisstjórnarinnar, verkum sem hún ætti frekar að skammast sín fyrir, eins og t.d. aðgerðarpakkinn sem átti að hjálpa illa stöddum heimilum. Sá pakki hefur ekki hjálpað neinum, einungis lengt örlítið í hengingaról þeirra sem komnir voru með snöruna um hálsinn. Hinir sem biðu fyrir neðan hengingarpallinn eru nú komnir upp á hann og verið að setja snöru um háls þeirra.
Fyrirtækjum landsins, mörgum hverjum, blæðir enn og ekkert verið gert til að minnka þann blóðmissir, þeim mun blæða út. Á meðan raka útfluttningsfyrirtækin saman gróða og launafólki bannað að sækja sér hlut í þeim gróða.
Þá hefur verið dregið saman í ríkisrekstri, sennilega það eina sem ríkisstjórnin hefði getað stært sig af, EF því hefði ekki verið klúðrað líka! Sá samdráttur er einkum í grunnþjónustinni, þeirri sem segir í stjórnarsáttmálanum að eigi að verja. Niðurstaðan er að fjöldi starfa hefur glatast og í flestum tilfellum er um kvennastörf að ræða. Grunnþjónustan hefur skerst verulega og er svo komið að margt fólk hefur ekki efni á að sækja sér þá þjónust.
Þegar fólk er farið að hæla sér af því sem það ætti að skammast sín fyrir, er verleikafyrringin orðin algjör!!
.
Steingrímur hélt mikla tölu þar sem hann bar saman ástandið nú og haustið 2008, þegar hann sjálfur bar upp vantrausttillögu á ríkisstjórn.
Þessi samanburður var ótrúlegur hjá honum. Það varð bankahrun haustið 2008, um það þarf ekki að deila. Við slíkt bankahrun hrynur hagkerfið. Það er því einfallt að bera saman tölur frá þeim ósköpum við það sem er í dag og fá miklar og góðar niðurstöður. Þó það nú væri! Þar breytir engu hvaða stjórn hefði verið við völd! Það má frekar segja að ástandið sé þó þetta gott þrátt fyrir þessa ríkisstjórn!
Hann passaði sig þó á að nefna sem minnst það ástand sem fjöldskyldur landsins búa við, hældi sér þó eitt andartak yfir að kaupmáttur hefði aukist um 4% síðan hann var verstur. Ja svei! Það er þá til að hælast yfir! 4% kaupmátaraukning er dropi í hafið og dugar ekki einu sinni fyrir þeirri skattaukningu sem þessi blessaði maður hefur sett á eldsneyti, hvað þá allar aðrar skattahækkanir sem hann hefur sett á og þá skriðu hækkana sem verslun og þjónusta hefur tekið sér. Þar að auki er þetta meðaltalsaukning kaupmáttar, en ljóst er að lægst launaða fólkið hefur ekki notið hennar. Það er hins vegar ekkert meðaltal í skattpíningunni, hún kemur jafnt við fiskverkakonuna og bankastjórann!!
Þá skammaðist Steingrímur, að vanda, út í Sjálfstæðisflokkinn. Þar eru þau sötuhjúin sammála, allt sem miður fer er þeim flokki að kenna en það góða ríkisstjórninni að þakka, jafnvel þó hún komi þar hvergi nærri.
Steingrímur hefur einnig fundið nýjan andstæðing og virðist hræðast hann. Hrokinn og þau niðrandi ummæli sem hann lét falla í garð Sigmundar Davíðs voru ótrúleg og ekki beinlínis til þess fallin að sætta stjórn og stjórnarandstöðu. Þessi orð lét hann falla í garð þess manns sem stóð að og tryggði aðkomu hans í rikistjórn, í febrúar 2009!
Þú ættir að skammast þín Steingrímur, það talar enginn stjórnmálamaður svona niður til vinnufélaga sinna og þjóðarinnar!!
.
Þeir 32 stjórnarþingmenn sem studdu ríkisstjórnina í atkvæðagreiðslunni gerðu það greinilega af ýmsum ástæðum, það bera ræður og greinagerðir við atkvæðagreiðsluna glöggt merki.
Sumir vegna þess að þeir vilja standa vörð um Þjórsárver og aðrir vegna þess að þeir telja þessa ríkisstjórn besta til að stand vörð þjóðarinnar gagnvart ESB, svo öfugsnúið sem það nú er.
Þá voru þeir stjórnarþingmenn sem voru heiðarlegir og sögðu nauðsyn fyrir þessa stjórn að lifa svo hægt yrði að klára ESB aðlögunina. Breytir þar engu þó stór meirihluti þjóðarinnar sé á móti þeirri vegferð!
En allir höfðu þó eina sameiginlega ástæðu til að styðja þessa stjórn og það var Sjálfstæðisflokkurinn!
Það verður að segjast eins og er að ekki hefur ríkisstjórnin mikla trú á eigin verkum þegar hún gefur sér það sem öruggt mál að Sjálfstæðisflokkurinn muni vinna næstu kosningar!
.
Segir sig úr þingflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.